fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Leggja fram frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Sigtryggur Ari.

Þingmenn fimm flokka sem sæti eiga á Alþingi hyggjast leggja fram frumvarp þess efnis að kosningaaldur verði lækkaður úr 18 árum í 16 í sveitarstjórnarkosningum. Ef frumvarpið hlýtur brautargengi myndu 9 þúsund ungmenni bætast í hóp kjósenda en kjörgengi myndi áfram miðast við 18 ár.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt frumvarp er lagt fram á Alþingi en það hefur verið gert þrisvar sinnum áður. Sá munur er þó á þessu frumvarpi sem nú verður lagt fram og þeim fyrri að þau gerðu ráð fyrir almennri lækkun kosningaaldurs en til þess þyrfti að gera breytingar á stjórnarskrá. Það er sama er ekki uppi á teningnum ef að um aldurstakmark í sveitarstjórnarkosningum er að ræða.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna stendur að frumvarpinu auk fleiri þingmanna úr flokki hennar og þingmönnum Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Katrín hefur samkvæmt Morgunblaðinu átt fundi með ungu fólki og rætt þetta frumvarp og í samtali við blaðið sagði hún að á þessum fundum hefði það komið fram að ungu fólki þætti of lítið á það hlustað þegar kemur að stefnumótun.

Mikið hefur verið rætt um minnkandi kosningaþátttöku en í þingkosningum sem fóru fram í apríl var kosningaþátttaka undir 80% í fyrsta skipti frá þingkosningum 1933. Tölur Hagstofunnar draga upp dökka mynd af þátttöku ungs fólks og er hún minnst allra aldurshópa hjá þeim yngstu. Alls greiddu 79,2% kjósenda atkvæði í október en aðeins 67,7% af yngsta aldursbilinu. Í forsetakosningunum sem fram fóru síðastliðið sumar nýttu 73,6% kjósenda lýðræðislegan rétt sinn en aðeins 63,8% kjósenda á aldrinum 18-19 ára. Þegar kemur að sveitarstjórnakosningum er áhugi ungs fólks enn minni, aðeins 47,5% yngsta kjósendahóps tók þátt en almenn þátttaka var 66,5%.

En hvers vegna lækka aldurinn í 16 ár? Katrín segir í samtali við Morgunblaðið að það sé

…tímamótaaldur að mörgu leyti; þarna eru krakkar að byrja í framhaldsskóla, þetta er aldurstakmarkið til að byrja í formlegu starfi með stjórnmálaflokkunum og í þeim löndum, þar sem kosningaaldurinn hefur verið lækkaður, er miðað við 16 ár.

 

Þorvarður Pálsson

thorvardur@eyjan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“