fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Vilja að Alþingi fordæmi og saki Bandaríkjaforseta um fordæmalausa mannfyrirlitningu og fordóma

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson þingmaður og formaður Samfylkingarinnar fer fyrir þingsályktunartillögunni sem útbýtt var á Alþingi í dag.

Gervallur þriggja manna þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ásamt einum þingmanni Vinstri grænna og þremur þingmönnum Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar vegna nýlegrar og tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Þingsályktunartillögunni var dreift á Alþingi í dag.

Titill hennar er: „Tillaga til þingsályktunar um fordæmingu aðgerða Bandaríkjaforseta gegn múslimum.“ 

Texti ályktunarinnar sem þingmennirnir vilja að meirihluti Alþingis samþykki er þessi:

Alþingi fordæmir harðlega tilskipun forseta Bandaríkjanna sem beinist gegn múslimum, með því að neita ríkisborgurum sjö ríkja og fólki með uppruna í þeim ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna.

Stutt greinargerð fylgir þingsályktunartillögunni:

Hinn 27. janúar sl. gaf forseti Bandaríkjanna út tilskipun þess efnis að fólki frá sjö ríkjum, Sýrlandi, Írak, Íran, Jemen, Lýbíu, Sómalíu og Súdan, væri óheimilt að koma inn í landið. Má þá einu gilda hvort um ræðir flóttamenn, einstaklinga með tilskyldar vegabréfsáritanir eða handhafa græna kortsins. Tilskipunin er fordæmalaus og lýsir mannfyrirlitningu, byggist á fordómum og grefur undan mannréttindum og þeim lýðræðislegu gildum sem almennt eru viðurkennd í vestrænum lýðræðisríkjum. Þá er hún fremur fallin til að kynda undir ófriði en tryggja öryggi. Zeid bin Ra’ad Zeid al-Hussein, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur sagt aðgerðina ólöglega og setta fram af illum hug. Með henni fari að auki fjármunir í vaskinn sem ella gætu nýst í baráttu gegn hryðjuverkum.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar fer fremstur fyrir tillögunni. Með honum er samflokksþingmenn hans þau Oddný Harðardóttir fyrrum Samfylkingarformaður og Guðjón S. Brjánsson. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Pírataþingmennirnir Smári McCarthy, Viktor Orri Valgarðsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru líka flutningsmenn þingsályktunartillögunnar.

Formaður Samfylkingarinnar var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisþætti Útvarps Sögu í dag. Þar sagði Logi Einarsson meðal annars:

Líklega göngum við nokkuð langt í þessu. Það var auðvitað meiningin líka. Mér finnst skipta máli að jafnvel lítil þjóð, að hún rísi upp þegar það er verið er að sýna vestrænum mannréttindum fingurinn.

Heyra má viðtalið við Loga í 1. hluta síðdegisútvarps Útvarps Sögu með því að smella hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“