fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

,,Enginn skyldi þó vanmeta getu smáþjóðar til áhrifa hafi hún góðan málstað og reiður á eigin málum’’

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörleifur Guttormsson.

Mikil umræða hefur verið um það innan þings og utan hvaða orð skuli nota um forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Því tengt hafa margir tjáð sig um áhrifamátt, eða -leysi, íslenskra stjórnvalda þegar kemur að því að mótmæla aðgerðum vinaþjóða. Sumir telja að það sé ekki staður Íslands að gagnrýna aðgerðir í innanlandsmálum stórvelda á borð við Bandaríkjanna en aðrir eru því ósammála. Hjörleifur Guttormsson, fyrrum þingmaður og ráðherra gerir þetta að umfjöllunarefni sínu í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag og ber titilinn ,,Að treysta undirstöður á óvissutímum’’. Auk þess ræðir Hjörleifur um þær áskoranir sem blasi við Íslandi á þessum óvissutímum.

Óvissutímar

Framganga Donald Trump frá því að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim. Hjörleifur telur að ,,næstu mánuðir og ár munu reyna á þolrifin hjá öllum þeim þjóðum, smáum og stórum, sem samskipti eiga við Bandaríkin og þannig er heimsmyndin breytt, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Ísland getur haft áhrif

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Hjörleifur segir að það sama gildi um Ísland og aðrar þjóðir, sviptingar á vettvangi alþjóðamála hafi hér áhrif og skipti máli. Ísland er auðvitað ekki með áhrif á borð við milljónaþjóð en það er að mati iðnaðarráðherrans fyrrverandi ekki ástæða til að sitja hjá.

Sjá frétt: Tilskipun Trump mótmælt formlega

Enginn skyldi þó vanmeta getu smáþjóðar til áhrifa hafi hún góðan málstað og reiður á eigin málum.

Sem dæmi um áhrif Íslands í alþjóðamálum nefnir Hjörleifur viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á sjálfstæði Eystrasaltsríkja þegar kalda stríðið var að líða undir lok og baráttu Íslendinga í hafréttarmálum.

Stutt í að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá

Að mati Hjörleifs er það mikilvægasta verkefnið sem standi frammi fyrir Íslendingum á þessum óvissutímum að ,,nýta auðlindir lands og sjávar sjálfbært’’ og á sem umhverfisvænastan hátt.

Full samstaða virðist skammt undan um að lýsa náttúruauðlindir þjóðareign samkvæmt stjórnarskrá.

Mikilvægt sé auk þess að tryggja að útlendingar geti ekki eignast landsvæði og nauðsynlegt sé að endurskoða þau ákvæði EES samningsins er þetta varða.

Stuðningur við Evrópusambandið ástæða hruns Samfylkingarinnar

Traust almennings á Alþingi og stjórnmál hefur sjaldan verið jafn lítið en svo virðist sem stjórnmálin hafi ekki enn náð sér eftir hrunið. Hjörleifur segir að starfshættir þingmanna og ör útskipti þeirra eigi eflaust sinn þátt í því. Hann tekur Samfylkinguna sem dæmi og telur meginástæðu hruns hennar þá að hann hafi verið í forystu þeirra sem vildu ganga inn í Evrópusambandið.

Stóra verkefni stjórnmálanna er að ná sammæli sem flestra um að þjóðinni vegni best með að varðveita sjálfstæði sitt í opnum og góðum samskiptum við aðra, nær og fjær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“