fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Sama fólkið sem kvartar undan pólitískum rétttrúnaði styður Donald Trump

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson fv þingmaður Pírata.

„Nú er kald­hæðnin ein af stóru ein­kennum fas­ism­ans, en þannig vill til að sá hópur á Íslandi sem hvað dygg­ast hefur stutt Don­ald Trump og fagnað sigri hans, er sama fólkið og kvartar linnu­laust undan svoköll­uðum póli­tískum rétt­trún­aði. Að vísu virð­ist þetta ágæta fólk rugla hug­tak­inu saman við almenna vel­vild í garð ann­ars fólks, eða mann­rétt­indi eða eitt­hvað slíkt, en það er vissu­lega póli­tískur rétt­trún­aður til staðar á Íslandi eins og ann­ars stað­ar.“

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata í pistli sem birtist í Kjarnanum í morgun. Hann segir það hafa verið óskráða reglu í stjórnmálaumræðu að aldrei líkja neinu við fasisma því farið hafi verið full fjálg­lega með hug­takið í óag­aðri ­sam­tölum í gegnum tíð­ina:

En þessi póli­tíski rétt­trún­aður þýðir að þegar fas­ism­inn snýr aft­ur, eins og fjöl­margir hafa spáð í meira en 70 ár að hann muni gera, þá fyr­ir­skipar póli­tíski rétt­trún­að­ur­inn afneit­un. Enga hegðun skal bera saman við fas­isma. Þetta er hinn sanni póli­tíski rétt­trún­að­ur, ekki sá að krefj­ast jafn­ræðis fyrir lögum óháð trú­ar­brögð­um, eða mannúð í mál­efnum útlend­inga,

Ásta Guðrún Helgadóttir þingflokksformaður Pírata.

segir Helgi Hrafn. Í síðustu viku sagði Ásta Guðrún Helgadóttir þingflokksformaður að hún hefði áhyggjur af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé fasisti:

„Mér finnst bara mjög mikilvægt að við köllum hlutina réttum nöfnum. Þessi hegðun sem Bandaríkjaforseti hefur sýnt, með alræðistilburðum, með því að afneita upplýsingum og sameiginlegum gildum sem bandaríska þjóðin hefur gert með sér – þetta er fasísk tilhneiging. Ég er ekki að nota þetta í léttúðuglega. Fasismi er raunverulegt hugtak, sem á við raunverulegt pólitískt ástand sem á við raunverulegar gjörðir og það sem Donald Trump hefur verið að gera síðustu daga er fasískt,“

sagði Ásta Guðrún. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir umræðuna vera komna langt út fyrir raunveruleikann og það séu fordómar að kalla lýðræðislega kjörin stjórnvöld fasísk.

Engin takmörk fyrir Donald Trump

Helgi Hrafn segir hins vegar að ekki sé nauðsynlegt að skil­greina fas­isma í smá­at­riðum til þess að bera saman stjórn­ar­tíð Don­alds Trumps við upp­gang fas­ism­ans á Ítalíu eða í Þýska­landi. Það sé erfitt að skilgreina fasisma þar sem faðir fas­ism­ans, Benito Mus­sol­ini, hafi sjálfur ekki verið með klára skilgreiningu. Segir Helgi Hrafn margt í orðum Trump geta passað við fasisma.Til dæmis hafi Trump grafið undan lögmæti dómstóla og þar með rétt­ar­rík­is­ins með því að gagnrýna harkalega dómarann sem dæmdi tilskipun forsetans ólögmæta:

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

„Athugum að til­skip­unin sem sett var lög­bann á var, að sögn sterka leið­tog­ans, til þess að verja banda­ríska þegna gegn hryðju­verk­um. Mark­miðið virð­ist hins­vegar miklu frekar vera að upp­fylla lof­orð hans um að vera leið­in­legur við múslima. Hvorki leyni­þjón­ustan eða her­inn köll­uðu eftir þessu, og eru þó heldur betur ófeimin við að sanka að sér vald­heim­ild­um. Hvernig heldur fólk að hann bregð­ist við ef hryðju­verkárás verður framin í Banda­ríkj­unum í for­seta­tíð hans, miðað við hegðun hans núna? Hvar munu mörk hans reyn­ast þá?,“

spyr Helgi Hrafn. Svarið sé hvergi. Því með orðræðu sinni og hegðun hafi Don­ald Trump sýnt að honum að fyrir honum eru engin takmörk:

Hann gerir það sem hann vill og ein­fald­lega tekur slag­inn við þá sem eru ósam­mála honum eða veita honum aðhald, sama hvort það eru dóm­stólar eða almenn­ingur eða fjöl­miðlar eða alþjóða­stofn­anir eða hvað. Við þurfum ekk­ert að velta fyrir okkur hvort hann sé lík­legur til að beita gasklefum á ein­hverja hópa eftir 9 ár, því það stendur eftir og er ein­fald­lega þannig, að hegðun hans og orð­ræða eiga sér fyr­ir­myndir í hrott­unum sem náðu völdum í Evr­ópu á fyrri hluta 20. ald­ar. Auð­vitað eru aðstæður í Banda­ríkj­unum frá­brugðnar þeim sem voru í Evr­ópu á sínum tíma enda er birt­ing­ar­mynd fas­ism­ans hvergi nákvæm­lega eins, en öll höf­uð­ein­kennin eru til staðar og ættu að vera öllum aug­ljós.

Við getum ekki leyft póli­tískum rétt­trún­aði að blinda okkur fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“