fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Óraunsætt að grípa ekki inn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Samsett mynd/DV

„Ég er enginn talsmaður þess að það verði sett lög á vinnudeilur af þessu tagi. Ég er hins vegar svo raunsær að ég vil ekki útiloka það að ríkið kunni að þurfa að grípa inn í þetta með einhverjum hætti og það er hægt með öðrum hætti heldur en með lagasetningu.“

Þetta sagði Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra sjávarútvegsmála tók undir með Páli og segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld liðki fyrir um kjaradeilur án lagassetningar, til dæmis með breytingum á skattkerfinu eða með sjómannaafslætti.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur útilokað lagasetningu og hefur sagt það sjómanna og útgerðarmanna að leysa kjaradeiluna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í Silfrinu í gær að það sé ekki til umræðu að taka upp sjómannaafslátt á ný til að liðka fyrir í kjaradeilunni. Hann sagði þó að stjórnvöld vilji gera allt til að hjálpa til.

Páll segir stjórnvöld ekki geta látið þessa auðlind þjóðarinnar liggja óbætta hjá garði:

Það er bara óraunsæi og ég veit svo sem ekki hvern menn eru að blekkja með því ef þeir eru að halda því fram að það sé hægt eða að staðhæfa það að það verði ekki undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“