fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Rólegir Íslendingar! Þið eruð ekki að leiða byltingu!

Egill Helgason
Föstudaginn 30. september 2016 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grapevine birtir pistil eftir Eric Luent Katalóníumann, sem hefur skrifað bók um Ísland sem nefnist „Ísland árið 2013, saga um blekkingu“. Greinin ber yfirskriftina: „Rólegir Íslendingar, þið eruð ekki að leiða lýðræðisbyltingu á alheimsvísu“. Eins og sjá má hér að neðan varð íslenski fáninn eins konar byltingartákn í mótmælum í löndum við Miðjarðarhaf eftir hrunið.

Luent er ósáttur við umfjöllun um Ísland eftir hrunið, að hér hafi orðið miklir atburðir, mikil lýðræðisvæðing og uppgjör. Hann segist hafa hlustað á Lawrence Lessing, prófessor við Harvard, flytja ræðu um þetta efni en hún hafi verið eintóm sykurhúð. Sjálfur komi hann frá stað, Katalóníu, þar sem séu í gangi sífelld mótmæli gegn kapítalismanum. Í þessu efni séu Íslendingar ekki leiðtogar í neinum skilningi.

Víða erlendis sé þó margt fólk sem trúi þessu. Í andófshreyfingum sunnar í Evrópu séu þúsundir Íslandsáhugamanna sem misskilji þetta allt, Luent segir að ekki þurfi fleira slíkt fólk.

Luent beinir sjónum sínu að stjórnarskránni sem var skrifuð á tíma síðustu ríkisstjórnar. Hann gagnrýnir sérstaklega að þar sé ekki boðið upp á neinn valkost við kapítalisma. Í henni séu engin ákvæði sem megi telja byltingarsinnuð, klásúlur sem fjalli um þátttöku almennings sé að finna í sjórnarskrám sem verið er að setja saman víða um heim.

Hann bendir á að margir staðir í heiminum, til dæmis bæjarfélög, sem hafa fleiri íbúa en Ísland séu að gera tilraunir með beint lýðræði. Svo nefnir hann Pírataflokkinn sem hann segir að hallist í senn til hægri og vinstri en sé ekki andsnúinn kapítalismanum.

Luent afbyggir líka goðsögnina um að Íslendingar séu eina þjóðin í heiminum þar sem bankamenn hafa verið sendir í fangelsi. Hann segir að þetta sé líka að gerast á Spáni, þar hafi verið höfðuð dómsmál bæði gegn bankamönnum og stjórnmálamönnum.

Gagnrýni Luents kemur frá vinstri – það dylst ekki. En ýmislegt í henni er umhugsunarvert.

 

203307_625224177_6755181_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“