fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Stenst ekki vitsmunalegar kröfur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. september 2016 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein þversögnin í íslenskri pólitík er hversu við erum andsnúin Evrópusambandsaðild en ræðum um leið hérumbil aldrei um allt sem fylgir því að vera aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Það stenst til dæmis varla neinar vitsmunalegar kröfur að nota fullveldistap sem rök á móti ESB-aðild en vera um leið fylgjandi EES og horfa framhjá fullveldisafsalinu þar.

Reyndar er þetta umræðuefni sem pólitíkin barasta almennt forðast. Tilskipanirnar streyma án afláts í gegnum EES og þær eru samþykktar á færibandi.

En stundum getum við varla litið framhjá þessu. Nú þarf fyrrverandi utanríksráðherra, Össur Skarphéðinsson, til að benda á að EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálaþjónustu færist til stofnunar á veggum ESB rúmist ekki innan stjórnarskrárinnar.

En þetta mál virðist hafa átt að fara þegjandi og hljóðalaust gegnum þingið með samþykki ríkisstjórnar sem annars telst hafa horn í síðu Evrópusambandsins.

Össur segir að þetta sé klárt stjórnarskrárbrot en það er ráðherra úr Framsóknarflokknum sem segir að svo sé ekki. Það hentar ekki ríkisstjórninni á þessum tímapunkti að láta öðruvísi. Best að láta eins og ekkert sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn