fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Marklaus tillaga um þjóðarakvæðagreiðslu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga þingmanna um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll er fyrst og fremst tilraun til að rugla hlutina þegar innan við tveir mánuðir eru til kosninga.

Allir vita að ekki verður hægt að halda svona atkvæðagreiðslu meðfram kosningunum, það er of seint og það er líka ljóst að hún myndi taka of mikla athygli frá þingkosningum.

Í lok október verður kosið nýtt þing sem mun væntanlega geta fjallað um þetta. Þingið sem nú situr er á leiðinni heim. Umboð þess er nokkuð takmarkað.

Sá hængur er líka á að erfitt gæti reynst að boða til kosningar á landsvísu um skipulagsmál innan bæjarfélags. Kannski er það hægt, en það þarf örugglega að kanna hvort lagagrundvöllurinn er fyrir hendi.

Svona kosning gæti ekki verið nema „ráðgefandi“. Síðast var haldin „ráðgefandi“ þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi 20. október 2012, það var um tillögur stjórnlagaráðs. Ekki var farið eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar, stjórnvöld hafa beinlínis látið eins og hún hafi aldrei farið fram.

Meðan svo er geta aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur sem er boðað til með svipuðum hætti ekki verið neitt annað en ómark. Gildi þeirra er ekkert. Fordæmið fyrir því hunsa þær gæti ekki verið skýrara.

Þannig að í raun er þetta markleysa. En þetta getur skapað uppnám og rugling í aðdraganda kosninganna  – þegar við getum ímyndað okkur að sé nóg annað að ræða og rífast um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu