fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Hin gljáfægða kaffivél

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru tvær ljósmyndir sem báðar tengjast þeim fræga veitingastað Hressingarskálanum. Önnur er af vefnum Gamlar ljósmyndir og sýnir garð Hressingarskálans. Myndin er sýnist manni tekin á fjórða áratug síðustu aldar, fatatískan bendir til þess, sérstaklega má benda á gengilbeinu með kappa í hári sem er neðst til vinstri á myndinni. Þetta virkar eins og góður dagur – þegar ég var að alast upp í Reykjavík löngu síðar þótti nær óhugsandi að bera fram veitingar undir beru lofti.

Eins og sjá má er stórhýsi Eymundssonar ekki risið á myndinni, þarna eru í bakgrunni hús sem þurftu að víkja fyrir steinsteypu, en í bakgrunni má sjá Pósthúsið og Útvegsbankahúsið eins og það leit út áður en byggt var ofan á það.

 

245_001

 

Hressingarskálinn var stofnaður 1929 af Birni Björnssyni stórkaupmanni og konditor, sbr. Björnsbakarí. Hann var fyrst til húsa í Pósthússtræti, í húsi Natans & Olsens,  í rými þar sem eitt sinn var snyrtivöruverslun, en inn um dyrnar sem voru skáhallt á móti var gengið inn í Reykjavíkurapótek.

Veitingahúsið var svo flutt í Austurstræti 1932 og hefur verið þar síðan. Þarna er það í einu af elstu húsum Reykjavíkur, það er byggt 1805 og gekk undir nafninu Landfógetahúsið. Síðar eignaðist KFUM húsið – vegna þess stóð nokkur styrr þegar vínveitingar hófust á Hressó, eins og staðurinn hét þá, í kringum 1990. Það þótti ekki samrýmast kristilegum gildum.

Um tíma var svo McDonalds staður rekinn í húsinu – maður er satt að segja næstum búinn að gleyma þeim kafla í sögu þess – það var á árunum 1995 til 2003. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar, Davíð Oddsson, borðaði fyrsta borgarann þegar þessi keðja tók til starfa á Íslandi – slík var ánægjan. Það var næstum eins og í Sovétríkjunum þar sem fólk notaði umbúðir frá McDonalds til að skreyta heimili sín fyrst eftir að var opnað í Moskvu.

Nú kallast staðurinn Hressingarskálinn á nýjan leik. En það verður að segjast eins og er að ekki er sami ljóminn af honum og á árum áður. Garðurinn ert til dæmis í niðurníðslu.

En hér er önnur mynd sem er líka tekin á Hressingarskálanum. Ég rakst á hana á skrifstofu þar sem ég kom í dag, smellti af henni mynd á símann, gæðin mættu vera meiri.

Í texta með myndinni stendur:

Björn Björnsson, konunglegur hirðbakari, t.h., og ítalskur aðalsmaður í Hressingarskálanum sem Björn rak þegar myndin var tekin um 1930. Skálinn var þá til húsa í Natans & Olsenshúsinu. Kaffivélin á boðinu var nýlunda á Íslandi um 1930.

Það er einmitt kaffivélin sem maður rekur augun í – og að auki glæsilegar kökurnar í borðinu. Þetta er kaffivél af nýjustu sort á þessum tíma, að öllum líkindum ítölsk að gerð. Það væri forvitnilegt að vita um sögu þessarar vélar. Hún er stór og glæsileg og gljáfægð og með mörgum handföngum líkt og vélar frá framleiðendum eins og  La Marzocco og La Pavoni  – og spurning hvernig kaffið var sem kom úr henni? Var þetta einhvers konar pressukaffi? Er þarna áður ókönnuð vídd í kaffidrykkjusögu þjóðarinnar?

 

14081467_10154470482090439_589217261_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu