fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Tröll, fat bastard og þjófur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson hefur verið talsvert milli tannanna hjá Pírötum síðan hann sagði að lítill munur væri á Pírötum og Samfylkingunni. Viðtökurnar hafa verið mátulega góðar og nú skrifar Össur:

Á minna en einum sólarhring hef ég verið kallaður „tröll,“ sömuleiðis „fat bastard“ og líka „þjófur“ á opinberri síðu Pírata. Þetta er svona tæknilega þöggun þar sem ofbeldi er beitt til að hrekja frá þá sem hafa óæskilegar skoðanir. Þetta er semsagt hreyfingin sem ætlaði að innleiða ný vinnubrögð. – Ja, mikill er andskotinn, sagði kellingin og sló á lær.

Össuri er bent á að ekki sé sama Pírataspjallið og Píratar. En hann svarar:

Flokkseigendafélagið er virkt á spjallinu. Kosningabaráttan um sæti fer þar fram. Svo varla er þetta bara hjáleiga.

Einn þátttakandi í samtalinu skrifar svo:

Hef tekið eftir að reiða fólkið er allt komið yfir í Pírata.

 

9237ce7b1b-597x391_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“