fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Góð kveðja frá franska liðinu

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. júlí 2016 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er fallega og drengilega skrifað, kveðja frá franska landsliðinu til þess íslenska.

 

Screen Shot 2016-07-04 at 01.02.10

 

Franska liðið spilaði sennilega besta leik sem nokkurt lið hefur spilað í keppninni til þessa. Það hefur í sínum röðum frábæra einstaklinga, en náði líka að spila skipulega og Deschampes þjálfari hafði augljóslega greint leikstíl íslenska liðsins. Maður efast um að hinn enski Hodgeson hafi nennt því.

Tvö mörk Íslands í seinni hálfleik breyttu stöðunni aldeilis fyrir okkur, það þýðir að íslenska liðið kveður með mikilli reisn – vinnur meira að segja seinni hálfleikinn 2-1. Það er líka skemmtilegt hvað íslenska liðið náði að skora mörg mörk í keppninni. Þó er hugsanlegt að Frakkarnir hafi þá verið farnir að slaka aðeins á. Þeir eru mörgum klössum fyrir ofan Englendingana sem við unnum svo glæsilega.

Viðureign Frakka og Þjóðverja verður söguleg – það er alltaf þannig þegar þessar þjóðir mætast. Deschamps segir að þar mæti Frakkar „besta liði í heimi“. En ýmsir leikmenn sem eru í franska liðinu eru meira skapandi og skemmtilegri á að horfa en þeir þýsku. Þjóðverjarnir hafa varla sýnt nema í svona 10 mínútur á öllu mótinu hvers vegna þeir eru heimsmeistarar.

Og sjálfsagt rifja menn enn einu sinni upp viðureign Frakka og Þjóðverja á HM 1982 þegar Þýskaland vann með einu mesta fólskubragði í sögu fótboltans, árás markmannsins Schumachers á framherjann Battiston.

 

 

Nú tekur við næsta verkefni íslenska landsliðisins, það er undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem verður haldið í Rússlandi 2018. Möguleikar Íslands eru þokkalegir, en það verður að segjast eins og er að þetta eru ekki endilega skemmtilegustu andstæðingar sem hægt er að hugsa sér.

Fyrsti leikurinn er í Kænugarði 5. september, gegn Úkraínu. Fyrsta sætið í riðlinum gefur rétt á þáttöku á HM, annað sætið gefur færi á þátttöku í umspili.

 

13533092_10208440954160349_6782332851681189433_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“