fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Nýr Nubo?

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. júlí 2016 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver var þessi nýi í Spaugstofunni í kvöld? Þessi sem lék útlendinginn sem ætlaði að byggja sjúkrahús í Mosfellssveitinni fyrir nokkra tugi miljarða en ekki sækja um leyfi fyrir starfseminni fyrr en byggingin væri tilbúin eftir nokkur ár?

Þetta skrifaði Guðmundur Magnússon blaðamaður á Facebook.

Hann kemur vægast sagt sérkennilega fyrir sjónir Hollendingurinn Henri Middledorp. Hann fullyrðir að samráð hafi verið haft við heilbrigðisyfirvöld.

En heilbrigðisyfirvöld koma af fjöllum. Landlæknir segist fyrst hafa heyrt um málið í fjöllum en heilbrigðisráðherra kannast ekki við neitt samkomulag – segir að þetta hafi ekki verið nefnt á fundi sem hann átti vissulega með „fjárfestunum“.

Þeir áttu fund og það er til mynd, en þeir voru bara að tala um allt annað. Myndina má sjá hér að neðan. Hollendingurinn verður uppvís að því að segja ósatt.

Og „fjárfestarnir“ eru reyndar óþekktir. Það kemur fram í fréttum að ekki megi gefa upp hverjir þeir eru. Við vitum jafnlítið um þá og Huang Nubo, Kínverjann sem ætlaði að kaupa stóra sneið af Norðurlandi. Áformum hans var hrundið.

Henri Middletorp segir að þeir ætli að byggja fyrst og svo ætli þeir að biðja um leyfi. Kannski er hægt að gera það með þeim hætti? Kannski er ekki hægt að stöðva svona áætlanir þó þær beri brátt að? Þeir brugðust allavega nógu hratt við í Mosfellsbæ. Bæjarstjórinn þar segist hafa heyrt fyrst af þessu fyrir viku – og hann var ekkert að tvínóna við að skrifa undir og láta þá fá lóð.

 

Screen Shot 2016-07-24 at 11.10.47

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum
Nýr Nubo?

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“