fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Blóðið ólgar ekki vegna forsetakosninganna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. júní 2016 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

888465Það verður að segjast eins og er að átökin kringum forsetakosningarnar eru ekkert sérlega hatrömm. Stuðningsmenn eins frambjóðanda koma reyndar með ýmsar sendingar, en þær eru ekki að fá mikinn hljómgrunn. Flestir gera sér grein fyrir því að úrslitin eru nokkurn veginn ráðin, munurinn á efsta frambjóðandanum og hinum er svo mikill að hann verður vart brúaður á þeim sextán dögum sem eru til kosninga.

Það var um helgina þegar Ólafur Ragnar lenti í vandræðunum vegna fjármála Dorritar að fylgið sveiflaðist til Guðna. Ég hef sagt að úrslitin hafi ráðist þá. Það var þá að fjölmargt fólk sem hafði ætlað að kjósa Ólaf fannst nóg komið af honum og ákvað að halla sér að Guðna. Þetta voru miklir þjóðflutningar fylgis á fáum dögum.

Ég hef verið að ferðast um Norðurland síðustu daga, og mér heyrist að flestir sem ég hitti hér ætli að kjósa Guðna.

Kosningabarátta hinna frambjóðendanna hefur skilað sáralitlum árangri. Davíð Oddsson hefur lítið náð að hækka sig með sínum umdeildu aðferðum og kann að vera að lækka aftur vegna þeirra. Enn ein frídreifing Moggans með greinum um Icesave breytir varla neinu. Halla Tómasdóttir hefur verið að þokast upp á við – þrátt fyrir fortíð sína í frjálshyggjunni. Það kann að vera að hún fari yfir tíu prósentin áður en yfir lýkur. Hún kemur ágætlega fyrir, og það gerir líka Andri Snær Magnason. Fylgi hans stendur hins vegar í stað.

En það er erfitt fyrir fjölmiðlana að reyna að gera þetta spennandi. Evrópumótið í fótbolta er að byrja á morgun, íslenska liðið er að keppa á þriðjudaginn og það er blíðviðri um allt land. Það er sumarblíða um land allt og þegar fólk talar um kosningarnar er frekar eins og það sé að ræða um einhvers konar leik en að það sé að deila um frambjóðendurna.

Þetta fær semsagt ekki blóðið til að ólga. Það er frekar að slíkt gerist þegar maður horfir til Bandaríkjanna þar sem stuðningsmenn Bernies Sanders fara enn hamförum gegn Hillary Clinton – og virðast jafnvel trúa því að það skipti engu máli hvort hún eða Donald Trump verði forseti, eða jafnvel að það sé betra að Trump vinni vegna þess að þá muni ástandið verða svo slæmt að alþýðan vakni.

Í kommahópunum í gamla daga var þetta kallaður lenínismi – og hefur ekki þótt gera góða raun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu