fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Orabaunir til Frakklands

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. júní 2016 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í eina tíð voru á kreiki sögur um Íslendinga sem fóru í sólarlandaferðir og fylltu töskur sínar með Bragakaffi og Ora niðursuðuvörum. Þeir voru vissir um að kaffið í útlöndum væri ódrekkandi, maturinn óætur og líklega eitraður.

Rifjast einhvern veginn upp við þessa tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Einhvern veginn finnst manni samt óþarfi að senda matvæli til mesta matarlands í veröldinni.

 

Screen Shot 2016-06-29 at 10.45.19

 

Við skulum svo vona að landsliðið freistist ekki til að borða kræsingarnar kvöldið fyrir leik – væri kannski frekar ráð að bjóða andstæðingunum í mat?  Frakkar eru miklir matmenn, kannski væri nóg að skilja kjötið eftir á tröppunum hjá franska liðinu – með skammti af brúnni sósu og sultu?

(Það má svo minna á að einn frægasti sigur íslensks fótboltaliðs var þegar hingað kom úrvalslið frá Kaupmannahöfn árið 1919. Lið Reykjavíkur náði að sigra danska liðið glæsilega, 4-1, og er skýringin talin vera sú að daginn fyrir leik var Dönunum boðið í langan reiðtúr – og voru að farast úr harðsperrum.)

Stuðningsmenn eiga að ganga fyrir

Nú þurfa menn að sjá til þess að stuðningsmenn Íslands í Tólfunni komist á leikinn í París. Annað gengur hreinlega ekki. Tólfan á að ganga fyrir. Það verður þá bara að hafa það þótt eitthvað fyrirfók eða stjórnmálamenn komist ekki á leikinn – þegar pólitíkusar fara að láta sjá sig á íþróttaleikjum er það hvort sem er yfirleitt í sjálfsupphafningarskyni, í von um að eitthvað af íþróttafrægðinni sáldrist yfir þá. En yfirleitt er almenningi alveg sama hvort þeir eru þarna eða ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“