fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Flýgur fiskisagan

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. júní 2016 22:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist ýmislegt á svona eyju. Um daginn datt asni fram af grjótvegg og það þurfti hóp fílefldra karla til að draga hann upp. Ég er hræddur um að þeir hafi orðið að lóga dýrinu.

Lítill strákur sem heitir Elías og hleypur stundum eftir stærri strákum sem eru í fótbolta datt og braut á sér úlnliðinn, hann er kominn í fatla og ber sig vel. Þegar svona gerist þarf að leita læknishjálpar á næstu eyju. Elías er fallegur drengur með stór brún augu sem bræða alla sem horfa í þau.

Svo er það fiskurinn skrítni sem kom á land. Hann er hérna á myndinni. Það var fiskimaður, Vassilis að nafni, sem fékk hann í netið hjá sér og lagði hann þarna á hafnarbakkann til sýnis.

Fiskurinn er ekki bara óætur, hann er líka baneitraður, þótt hann virðist sakleysislegur. Á grísku kallast hann λαγοκεφαλος, latneska fræðiorðið er lagocephalus sceleratus, á ensku er heitið silver cheeked toadfish. Íslenskt heiti finn ég ekki.

Ef fiskurinn er étinn getur hann valdið lömun í vöðvum, hjartastoppi og köfnun. Þekkt eru dæmi um að fólk hafi dáið af neyslu hans.

Grikkirnir sem ræddu við mig um þennan furðufisk nefndu Súezskurðinn. Ég vissi ekki alveg hvað þeir áttu við. Alnetið fræðir mig um að þessi fisktegund sé ekki upprunaleg í Miðjarðarhafi, heldur teljist hún vera lessepsíkskur flakkari. Það er dálítið stórt orð, en skilst auðveldlega þegar rifjað er upp að Ferdinand de Lesseps var aðal hvatamaðurinn að því að Súezskurðurinn var grafinn.

Fiskurinn barst semsagt ásamt fleiri tegundum úr Rauðahafinu yfir í Miðjarðarhafið eftir að Súezskurðurinn varð til. Flakk tegundanna er yfirleitt í þá áttina og stendur ennþá yfir – hefur verið sjávarlíffræðingum nokkuð áhyggjuefni.

 

IMG_0420

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“