fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Göngum saman til tunglsins

Egill Helgason
Mánudaginn 20. júní 2016 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt held ég að Grikkir hafi meira af lífsnautninni frjóu en flestar aðrar þjóðir.

Hér handan við litla vík heyri ég tónlistina frá veislu sem er búin að standa í allt kvöld. Tónlistin er héðan úr eyjunum, leikin á fiðlu og lútu – hljómar dálítið einhæf fyrir óæfð eyru sem skilja kannski ekki nema brot úr textunum – en það er leikið og dansað án afláts.

Nei, þetta er ekki brúðkaup, heldur skírnarveisla. Hún stendur ennþá yfir þótt klukkan sé að ganga þrjú um nótt.

 

IMG_7681

 

Það er fullt tungl. Ég á yfirleitt eitt fullt tungl á ári í Grikklandi og mér finnst það dýrmætt. Þetta er ekki mjög góð ljósmynd af tunglinu.

Tunglið kemur fyrir í ótal söngvum og ljóðum í Grikklandi. Það er ekki furða, tunglskinið lýsir hér þannig að sést út á haf, kletta og engi. Hér dregur ekki oft fyrir ský. Manni verður hugsað til fólks í fornöld á þessum slóðum sem hafði ekki annað en eld, sól, tungl og stjörnur – hina miklu nálægð við náttúruöflin.

Hér er uppáhalds gríska lagið mitt um tunglið. Það er eftir eitt helsta tónskáld Grikkja á síðustu öld, Manos Hadjidakis, og heitir Pame mia volta sto feggari sem gæti útlagst Göngum saman til tunglsins. Þetta er angurvært ástarkvæði sem allir Grikkir þekkja. Hér má sjá enska þýðingu á textanum. Hann er ágætt dæmi um hversu grísk ljóðlist er oft myndræn, hversu myndhverfingar eru oft sterkar og frumlegar.

Það eru til ótal útgáfur af laginu, sú frægasta er með söng- og leikkonunni Melinu Mercouri, en hér er nýrri útgáfa með söngvaranum Vassilis Lekkas.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“