fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Rússland í dag

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. júní 2016 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Russia-Today-Logo3-540x379-1Datt í það í gær á hótelherbergi að horfa aðeins á Russia Today sem er einhver sérkennilegasta sjónvarpsstöð í víðri veröld – hún sendir út algjörlega blygðunarlausan áróður fyrir stjórn Pútíns en flytur þess á milli fréttir um hvað allt er í kalda koli á Vesturlöndum.

Rétt eins og fjölmiðlar á Sovéttímanum. Ég kynntist því aðeins sjálfur á sínum tíma þegar ég fór austur fyrir tjald og fékk nasaþef af fréttaflutningi þar. Ég man til dæmis eftir því um miðjan áratuginn þegar því var komið inn í hausinn á fólki í kommúnistaríkjum að HIV væri samsæri CIA.

Í gær gengu aðalfréttirnar á RT út á algjöra upplausn í Frakklandi vegna Evrópukeppninnar í fótbolta. Manni skildist á fréttunum að allt logaði þar.  Russia Today hefur fengið vestræna „fréttamenn“ til að fronta dagskránna, þeir virka reyndar þriðja flokks miðað við það sem maður sér í sjónvarpi vestar í álfunni, en þarna var mest sagt frá ofbeldi fótboltabulla frá Wales og Slóvakíu, en ef minnst var á rússneska áhorfendur var það mest til að sýna að þeir væru í raun til algjörrar fyrirmyndar.

Við það skipti ég um stöð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“