fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Kosningaáróður í formi IKEA-bæklings

Egill Helgason
Laugardaginn 11. júní 2016 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leið til að ná til kjósenda? Spænska stjórnmálahreyfingin Podemos setti saman kosningabækling líkt og það væri auglýsingapési frá IKEA. Hann er byggður upp í köflum eins og IKEA bæklingur, er 192 blaðsíður, fjallar um ýmis málefni, en sýnir frambjóðendur í eldhúsinu, svefnherberginu, stofunni og á fleiri stöðum innan heimilisins.

Podemos, sem er nýlegt stjórnmálaafl, er orðið leiðandi á vinstri væng stjórnmálanna á Spáni. Það fékk 21 prósent í kosningunum í desember. Úrslit þeirra voru hins vegar svo óljós að kosið verður aftur 26. júní. Podemos hefur verið með í kringum 24 prósent í skoðanakönnunum en gamli Sósíalistaflokkurinn er ívið lægri, mælist með aðeins meira en 20 prósent.

Hinn hægri sinnaði Þjóðarflokkur, flokkur Marianos Rajoy forsætisráðherra, er með um 30 prósent í könnunum. Fjórði stærsti flokkurinn er svo Ciudadanos (Borgararnir) frjálslyndur miðjuflokkur sem er stofnaður í Katalóniu en er andsnúinn þjóðernisstefnu í hverri mynd – þar á meðal hinni katalónsku.

Aðrir flokkar eru með minna og það vekur athygli að hægriöfgaflokkar hafa ekki náð neinum árangri á Spáni.

 

Screen Shot 2016-06-11 at 09.27.16

 

Screen Shot 2016-06-11 at 09.27.59

 

 

Screen Shot 2016-06-11 at 09.28.53

 

 

Screen Shot 2016-06-11 at 09.29.09

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu