fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn og forsetakosningarnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júní 2016 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af undrum þessara forsetakosninga er að viðlíka margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins virðast ætla að kjósa Davíð og Guðna. Engu að síður þorir nálega enginn kunnur Sjalli að gangast við stuðningi við þann síðarnefnda af ótta við hefndaraðgerðir. Þetta hygg ég að gæti reynst flokknum verulega skaðlegt, einkum á kosningaári.

Þetta skrifar Stefán Pálsson sagnfræðingur og mikill áhugamaður um kosningar á Facebook-síðu sína.

Sjálfur vitnaði ég í gamlan kosningasmala um daginn sem hafði þá kenningu að Davíð gæti mest fengið helminginn af hámarksfylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samanlögðu – það er þá um það bil fjórðungur. En það er algjört hámark, sagði hann, líklega verður það lægra.

Í Sjálfstæðisflokknum eru afar blendnar tilfinningar gagnvart framboði Davíðs. Því fer fjarri að að stórar sveitir flokksmanna séu mættar til að styðja hann.

Og því er líka fleygt að Bjarni Benediktsson sé enginn sérstakur stuðningsmaður þessa forvera síns í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur núorðið býsna góð tök á flokknum, en eitt af því sem þvælist fyrir honum er forverinn, nú ritstjóri Morgunblaðsins, og sífelld krafa um að þurfi að spyrja hann ráða, fá samþykki hans, þóknast honum.

Staða Davíðs veikist til muna ef hann fer illa út úr forsetakosningum – Bjarni þarf þá síður að taka tillit til hans eða láta nærveru hans þjaka sig, svo stuðningsmönnum hans finnst sú tilhugsun að Guðni sigri í kosningunum alls ekki slæm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“