fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Bananalýðveldi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. maí 2016 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér heima er bollalagt um hvort spilling í stjórnmálum hafi áhrif á orðspor Íslands í útlöndum.

Á vef TV2 í Danmörku birtist grein þar sem segir beint út að Ísland sé bananalýðveldi.

Þetta er reyndar dálítið villandi því greinin fjallar aðallega um bananaræktun sem eitt sinn var stunduð hér í gróðurhúsum.

Íslendingar voru mjög ánægðir með þetta, þeir töldu sig vera eina landið í Evrópu þar sem bananar væru ræktaðir,  og erlendir tignarmenn voru gjarnan dregnir í gróðurhús og látnir borða banana.

Hér er til dæmis frétt í Morgunblaðinu frá 1966. Þarna segir frá heimsókn U Thants, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hann fór í gróðurhús í Hveragerði með Emil Jónssyni utanríkisráðherra og fékk auðvitað banana.

Screen Shot 2016-05-04 at 07.07.21

 

Nú er öldin önnur. Íslendingar eru hættir að vera svona barnslega stoltir af banönunum sínum. Nú nota þeir innflutta banana, og eins og segir í greininni á vef TV2 er þeim varpað að litla gráa húsinu þar sem þing landsins kemur saman, til að minna stjórnmálamenn á að þeir hafi gert Ísland að bananalýðveldi – líkt og greinarhöfundur, Lars Toft Rasmussen, orðar það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum
Bananalýðveldi

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?