fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Við Bragi – nú og fyrir 35 árum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. maí 2016 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er farið að teygjast aðeins úr þessum ferli mínum í fjölmiðlum. Nú í upphafi maímánaðar eru 35 ár síðan ég byrjaði í blaðamennsku. Ég fyllist hljóðri skelfingu við þessa tilhugsun. En það er best að rövla sem minnst, svo maður minni ekki á leigubílstjórann í Spaugstofunni.

Þetta átti ekki að verða langt, ég ætlaði bara aðeins að prófa.

Ég byrjaði sem skrifandi blaðamaður og var það alfarið fram undir 1990. Þá fór ég að koma fram í sjónvarpi – sem varð aðalvettvangur minn 1999.

Fyrsta greinin sem ég skrifaði sem blaðamaður birtist í Helgarblaði Tímans 10. maí 1981. Þá sátum við Illugi Jökulsson á skrifstofu í Skipholti og skrifuðum um pönk fyrir íslenska bændur.

Við heyrðum þá ekki kvarta mikið, en Helgar-Tíminn varð dálítið kúltblað í Reykjavík. Við vorum ekki nema rúmlega tvítugir – og má segja að Framsóknarflokkurinn hafi treyst okkur fyrir nokkuð miklu.

Greinin fjallaði um hljómsveitina Purrk Pilnikk. Hún er ekkert sérlega góð, það er á henni skólablaðsbragur og orðalag er stundum pínu vandræðalegt. En þetta er ágætlega orðað:

Höfuðóvinirnir eru Leiðindi og Firring og Purrkur Pilnikk telur ekki eftir sér að berjast með kjafti og klóm.

Það er svo einber tilviljun að á þessu afmæli – sem getur ekki talist merkilegt – er ég með viðtal við einn af meðlimum Purrks Pilnikks, Braga Ólafsson. Bragi er nú einn af helstu rithöfundum þjóðarinnar og viðtalið verður sýnt í Kiljunni á morgun.

 

Screen Shot 2016-05-03 at 14.51.46

Myndin er af Einari Erni, ekki Braga. En þeir eru gamlir félagar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti