fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Ævintýrasagan af Helga Tómassyni

Egill Helgason
Föstudaginn 27. maí 2016 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér hefur alltaf fundist Helgi Tómasson vera stórkostlegur ævintýramaður.

Drengur frá Vestmannaeyjum, úr helsta sjávarplássinu á Íslandi, þekktu fyrir annað en dansmennt, sem verður aðaldansari hjá einum frægasta dansflokki heims, New York City Ballet – já, í sjálfri höfuðborg heimsins.

Að hann skyldi vera uppgötvaður hér á Íslandi eftirstríðsáranna – í einangrunnini sem hér var. En hann fer í Listdansskóla hins nýstofnaða Þjóðleikhúss. Þar eru danskir ballettmeistarar að kenna, Lisa og Erik Bidsted.

Hann fór til Kaupmannahafnar með Bidsted-hjónunum, dansaði þar á sumrin, en var annars á Íslandi. Loks var hann sjálfur orðinn dansari í Phantomime-leikhúsinu í Tívolí, þá unglingur. Það er svo ekki minni maður en Jerome Robbins, einn frægasti dansstjóri síðustu aldar,  sem sér hann dansa og útvegar honum styrk til að komast í ballettskóla í New York.

Helgi var svo fulltrúi Bandaríkjanna í alþjóðlegu danskepninni í Moskvu 1969, varð þar í öðru sæti – á eftir einum frægasta dansara tuttugustu aldarinnar, Mikhail Baryshnikov.

Eftir að hann hætti að dansa sjálfur var hann ráðinn sem listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins. Flokkurinn átti í alls konar örðugleikum þegar Helgi tók við og álit hans var mjög fallandi. En Helgi reisti hann við, enda er hann frægur fyrir að vera mjög kröfuharður og nákvæmur. Nú er þetta einn helsti dansflokkur heims, margverðlaunaður og rómaður.

Það er mikið fagnaðarefni að fá Helga og dansflokkinn á Listahátíð. Sjálfur vann ég á Listahátíð 1990 þegar Helgi kom með dansara úr San Francisco-ballettnum og sýndi í Borgarleikhúsinu. Ég tók við hann viðtal og fannst mikið til þess koma að kynnast honum aðeins þá.

Hér á heimasíðu Leikminjasafns Íslands má sjá yfirlit um feril Helga Tómassonar. Eitt af sýningarspjöldunum lítur svona út.

 

Screen Shot 2016-05-26 at 20.34.12

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti