fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Fimm milljón ferðamenn – og starfsfólkið innflutt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. maí 2016 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segist telja að Ísland geti tekið á móti 3-5 milljón ferðamönnum á ári. Hann er á móti því að leggja komugjöld á túrista eða svo segir í frétt á mbl.is:

Ef við ætl­um að fjölga ferðamönn­um hér, segj­um upp í 5 millj­ón­ir á ári, þá byrj­um við ekki á því að leggja svona gjald á þá sem ákveða að koma hingað.

Á síðasta ári var fjöldi ferðamanna tæplega 1,3 milljónir. Þá var eins og ýmislegt væri komið að þolmörkum, til dæmis nokkrir þekktir ferðamannastaðir og svo útleiga húsnæðis til ferðamanna í Reykjavík.

Í ár er gert ráð fyrir að fjöldinn verði 1,7 milljónir, margir hafa áhyggjur af því hvernig staðan verður yfir háferðamannatímann í sumar.

Svo er líka spurningin hverjir eigi að vinna við alla þessa ferðamennsku. Í frétt sem birtist á Vísi í dag segir að um fjörutíu prósent nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu komi erlendis frá. Þetta eru að miklu leyti láglaunastörf, eða eins og segir í fréttinni:

Mest vantar af fólki í ræstingar/þrif, starfsmenn í gestamóttöku, eldhús og veitingasal, leiðsögumenn, sölu- og afgreiðslufólk og faglærða matreiðslumenn. Erfiðast er að manna í ræstingar/þrif og í stöður faglærða matreiðslumanna.

Maður spyr einfaldlega: Hver er gæti verið tilgangurinn í því að fara þessa leið, með 5 milljón túrista og vinnuaflið mestanpart innflutt?

Þetta er spurning sem við þyrftum að svara.

Hér er svo forvitnileg tafla frá Ferðamálastofu, sýnir fjölda ferðamanna á Íslandi frá 1949. Þarna sjáum við glöggt hina miklu fjölgun síðustu fimm árin sem hefur í raun gerbreytt atvinnulífi og efnahag á Íslandi.

 

Screen Shot 2016-05-26 at 16.16.28

Screen Shot 2016-05-26 at 16.10.19

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti