fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Er þetta þá lausnin?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. apríl 2016 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

d08680e549-380x230_oEftir förina að Bessastöðum brast trú Framsóknarmanna að þeir gætu haldið áfram með formann sinn. Hann brást líka trúnaði þingmanna með því að segja þeim ekki frá fyrirætlunum sínum. Vinslit virðast hafa orðið með Sigmundi Davíð og fyrrum verndara hans, Ólafi Ragnari Grímssyni. Bjarni Benediktsson er líka mjög harðorður í garð Sigmundar og segir að hann hafi viljað hafa þingrofsheimild til að „veifa framan í mig“. Fundur þeirra í morgun hefur ekki verið í neinu bróðerni.

Framsóknarmenn dúkka upp með lausn sem ég nefndi í pistli í fyrradag, að skipta Sigmundi út og halda áfram með annan forsætisráðherra.

Fyrir valinu verður Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann er varaformaður flokksins, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis þar sem hann er sterkur, dýralæknir.

Sigurður er ekki líklegur til að afla fjöldafylgis, en það eru heldur ekki nein sérstök vandræði sem fylgja persónu hans. Hann á örugglega ekki reikning á aflandseyju.

Formúleringin er að Sigmundur Davíð verði áfram formaður flokksins. Spurning er hvað það þýðir. Telja Framsóknarmenn að hann geti áfram verið í fremstu línu og það jafnvel í baráttunni fyrir kosningar sem verða í síðasta lagi vorið 2017?

Sjálfstæðismenn hafa enn ekki fallist á þetta, en frekar finnst manni líklegt að þeir geri það. Bjarni Benediktsson er sjálfur í of erfiðum málum til að krefjast forsætisráðuneytisins, hann segist heldur ekki gera það, og kosningar virka varla aðlaðandi fyrir hann á þessum tíma. Það getur líka gerst eins og Össur Skarphéðinsson segir að Sigmundur vonist til þess að komi fram upplýsingar á næstunni sem eru neyðarlegar fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Þetta gæti auðvitað verið millileikur og boðað yrði til kosninga í haust. Það er samt freistandi fyrir flokkana að sitja einn vetur enn og geta haft tíma til að útdeila gæðum úr ríkissjóði fyrir kosningar og efla þannig fylgið.

Það er svo spurning hvort þetta nægi til að lægja öldurnar. Helgi Hrafn pírati segir að enginn á mótmælunum hafi kallað eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra. Það er örugglega rétt. Því verður þó ekki breytt að ef þessi útfærsla verður ofan á hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkur áfram traustan þingmeirihluta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi