fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Varla mikill framtíðarbisness?

Egill Helgason
Mánudaginn 25. apríl 2016 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríki eins og Noregur og Holland hafa sett í gang áætlanir um að bifreiðar sem eru knúðar af bensíni eða díselolíu hverfi af götunum innan tíðar. Hollenska þingið samþykkti í síðustu viku að bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti yrðu bannaðir eftir 2025.

Líklegt er að fleiri ríki fylgi í kjölfarið og jafnvel er talið að einstök ríki innan Bandaríkjanna freisti þess að setja á slíkt bann. Tímamörkin eru þó ekki jafn ströng og í Hollandi.

Íslendingar, með sína hreinu orku, hljóta að vilja vera þarna framarlega í röðinni, en héðan berast fréttir að bensín- og olíusölufyrirtækið Skeljungur sé á leiðinni á hlutabréfamarkað. Þar er fyrir N1.

Spyrja má í ljósi þróunar í orkumálum hversu álitlegt er að fjárfesta í fyrirtækjum eins og þessum. En það er auðvitað hægt að spenna upp verð á ýmsum hlutum á íslenska fákeppnismarkaðnum – þar sem lífeyrissjóðir eru í aðalhlutverki.

Lesandi síðunnar sendi þessar línur:

Hver er tilgangurinn með því að skrá eldsneytissölu- og olíudreifingarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á Íslandi? Að sögn þessara fyrirtækja er samkeppnin mjög hörð. Varla eru horfur á að markaðurinn þarna fari umtalsvert stækkandi. Þvert á móti er nú t.d. boðaður orkusparnaður skipa, sparneytnari bílar og fleiri rafbílar.

Miðað við þær aðstæður er þetta varla mjög áhugaverð fjárfesting.
Vissulega geta þessi fyrirtæki spjarað sig prýðilega á íslenska fákeppnismarkaðnum. Og skilað eigendum sínum bærilegri arðsemi.
En er kannski tilgangurinn með skráningu fyrirtækja af þessu tagi á íslenska hlutabréfamarkaðinn, fyrst og fremst sá að nýta lífeyrissjóði almennings til að spenna upp hlutabréfaverð þessara fyrirtækja? Og þannig skapa fámennum hópi einstaklinga mikil verðmæti. Er verið að endurræsa bóluhringekjuna á Íslandi?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi