fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Aberdeen og bresku borgarnöfnin í Reykjavík

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. apríl 2016 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er mynd af einmana húsi sem ennþá stendur norðaustanmegin í Grjótaþorpinu, en nokkuð breytt. Húsið stendur við Vesturgötu 5 og var reist af Einari Benediktssyni 1898. Þarna er nú á jarðhæð leirkeraverkstæði Koggu, en þegar ég var að alast upp var þar reiðhjólaverkstæðið Baldur.

Á fáa staði í bænum átti maður oftar erindi í en Baldur, enda fór maður út um allt á reiðhjóli. Þar voru karlar í vinnusamfestingum, grómteknir og útataðir í smurolíu. Mér finnst eins og einn þeirra hafi talað með dönskum hreim.

Við sjáum á myndinni að húsið er nokkuð hrörlegt, það hefur verið lagað og fegrað eins og önnur hús í Grjótaþorpinu.

Í bakgrunninum sést beint upp í Garðastræti. Það er búið að byggja þarna fyrir en á þessum árum var þarna ennþá stór hlaðinn húsgrunnur, notaður sem bílastæði, það voru leifarnar af stórhýsinu Glasgow sem þarna stóð og var stærsta hús landsins þegar það var reist 1863, reist af skoskum kaupmönnum. Húsið brann 1903, en ennþá mótaði fyrir grunninum fram á níunda áratug 20. aldar. Þá var byggt hús sem meðal annars hýsir heilsugæslustöð Miðbæjar.

Aberdeen, Glasgow – í gömlu Reykjavík? Jú, það var vinsælt að nefna hús eftir borgum á Bretlandi. Liverpool var á Laugavegi, Manchester á Skólavörðustíg, tóbaksverslunin London í Austurstræti og önnur tóbaksverslun, Bristol, í Bankastræti. Ég er minntur á að verslunin Edinborg hafi líka eitt sinn verið til.

 

13076534_987690091322000_2838285447421225189_n

Myndina setti Karl Gustaf Smith inn á vefinn Gamlar ljósmyndir. Hann segir að hún sé tekin 1984 eða 1985. Samkvæmt borgarskipulagi frá fyrri hluta sjöunda áratugarins stóð til að rífa allt Grjótaþorpið. Þeir byrjuðu á hinum endanum, Túngötumegin. Þetta sýnir hvað er nauðsynlegt að alltaf sé hægt að endurskoða skipulag í samræmi við breyttan tíðaranda.

 

16-460x270

Á Selfossi hafa verið uppi hugmyndir um að byggja eftirlíkingar af sögufrægum húsum. Hér er tölvumynd af Glasgow sem finna má á vef sem tengist þessu verkefni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Í gær

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus