fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Svindilbrask, arðrán og ill meðferð á verkafólki

Egill Helgason
Föstudaginn 22. apríl 2016 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttatíminn birtir ömurlegar lýsingar á framferði fyrirtækis sem er mjög umsvifamikið í húsbyggingum. Er með stór og áberandi verk í Miðborginni, á Grettisgötu og á Laugavegi 4-6. Nágrannar hafa margoft kvartað undan fyrirtækinu við borgaryfirvöld, en með litlum árangri.

Í Fréttatímanum kemur líka fram að fyrirtæki þetta, Brotafl, sé að byggja fangelsið á Hólmsheiði. Má segja að það sé dálítið kaldhæðnislegt, því eigendur fyrirtækisins hafa undanfarið verið í gæsluvarðhaldi, grunaðir um skattsvik, peningaþvætti og mansal.

Fréttatíminn lýsir því hvernig er farið með erlenda verkamenn sem vinna á vegum þessa fyrirtækis í fréttaskýringunni sem ber yfirskriftina Ábatasöm glæpastarfsemi í byggingabransanum. Verkamönnum er hrúgað saman í ótútlegt leiguhúsnæði í iðnaðarhverfum.

Þarna hringja háværar viðvörunarbjöllur. Það er feikilegur uppgangur í byggingariðnaði, en hann virðist líka vera gróðrarstía fyrir svindilbrask, og samkvæmt þessu, glæpi. Það er afskaplega viðkvæmt þegar svo mikið er byggt á erlendu vinnuafli,  býður heim arðráni og illri meðferð á verkafólki.

Það er vont ef lægstu hvatir okkar mannanna fá að ráða þarna og getur komið óorði á heila atvinnugrein. Yfirvöld og aðilar í byggingariðnaði sem er annt um orðspor sitt þurfa að vera á verði gagnvart starfsemi af þessu tagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Í gær

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus