fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Svindilbrask, arðrán og ill meðferð á verkafólki

Egill Helgason
Föstudaginn 22. apríl 2016 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttatíminn birtir ömurlegar lýsingar á framferði fyrirtækis sem er mjög umsvifamikið í húsbyggingum. Er með stór og áberandi verk í Miðborginni, á Grettisgötu og á Laugavegi 4-6. Nágrannar hafa margoft kvartað undan fyrirtækinu við borgaryfirvöld, en með litlum árangri.

Í Fréttatímanum kemur líka fram að fyrirtæki þetta, Brotafl, sé að byggja fangelsið á Hólmsheiði. Má segja að það sé dálítið kaldhæðnislegt, því eigendur fyrirtækisins hafa undanfarið verið í gæsluvarðhaldi, grunaðir um skattsvik, peningaþvætti og mansal.

Fréttatíminn lýsir því hvernig er farið með erlenda verkamenn sem vinna á vegum þessa fyrirtækis í fréttaskýringunni sem ber yfirskriftina Ábatasöm glæpastarfsemi í byggingabransanum. Verkamönnum er hrúgað saman í ótútlegt leiguhúsnæði í iðnaðarhverfum.

Þarna hringja háværar viðvörunarbjöllur. Það er feikilegur uppgangur í byggingariðnaði, en hann virðist líka vera gróðrarstía fyrir svindilbrask, og samkvæmt þessu, glæpi. Það er afskaplega viðkvæmt þegar svo mikið er byggt á erlendu vinnuafli,  býður heim arðráni og illri meðferð á verkafólki.

Það er vont ef lægstu hvatir okkar mannanna fá að ráða þarna og getur komið óorði á heila atvinnugrein. Yfirvöld og aðilar í byggingariðnaði sem er annt um orðspor sitt þurfa að vera á verði gagnvart starfsemi af þessu tagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi