fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Fjölmiðlarnir, óttinn og óöryggið

Egill Helgason
Föstudaginn 22. apríl 2016 23:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Jenkins fjallar um það í pistli í Guardian hvernig fjölmiðlar ala á ótta og óöryggi sem aldrei fyrr. Birtist meðal annars í því hvernig er fjallað um glæpi, innflytjendur, hvernig erlendar fréttir eru settar fram. Jenkins nefnir líka fjölmiðlaumfjöllun fyrir þjóðaratkvæði um veru Breta í Evrópusambandinu og segir að báðar fylkingarnar geri út á óttann og óöryggið. Meira að segja kosningar um borgarstjóra í London, borg þar sem ríkir ótrúleg velmegun, séu lagðar út eins og þar sé yfirvofandi ógn og skelfing.

Marsbúi sem kæmi til Bretlands myndi álykta af notkun fjölmiðla að þarna sé ríki þar sem allt er í eymd og vesöld, segir Jenkins.

Jenkins er gamall fréttahaukur, en segir að áður fyrr hafi fjölmiðlar ekki boðið upp á jafn mikla og ítarlega umfjöllun um hörmungar í heiminum, 24/7 eins og hann kallar það. Góðu fréttirnar sem birtust hafi verið fleiri – jú, stundum hafi verið af þeim áróðurskeimur, en samt hafi verið meira jafnvægi.

Nú tapi fjölmiðlar sér í vikulangri móðursýki ef til dæmis fréttist af hryðjuverkaárás.

Samt sé staðreyndin sú að glæpatíðni í Bretlandi sé fallandi, velmegun aukist og fólk lifi lengur en áður. Á heimsvísu sé mannkynið að sigrast á ýmsum sjúkdómum, tæknin bæti tilveru fólks og dauðsföll vegna stríðsátaka séu mun fátíðari en áður. Veröldin hafi verið að þróast í átt til meiri friðar og umburðarlyndis. En þegar slíku sé haldið fram sé því oftastnær afar illa tekið í fjölmiðlunum, eins og það sé fásinna að benda á þvíumlíkt, nánast eins konar svik.

Jenkins nefnir eitt mein sem fer mjög vaxandi, hefur margfaldast ef marka má tölfræðina. Það er alvarlegt þunglyndi. Ein skýringin er líklega sú að fleiri leita sér hjálpar og greiningar eru betri, en Jenkins spyr líka um hlut fjölmiðla í að ala á þunglyndinu. Vondar fréttir allan sólarhringinn, alla daga ársins, valda kvíða og öryggisleysi.

Jenkins nefnir að lokum eina góða frétt sem fjölmiðlar í Bretlandi muni ekki geta komist hjá því að flytja, en það er 90 ára afmæli Elísabetar drottningar. Hann segist reyndar sjálfur ekki vera mikið fyrir kóngafólk, en samt sé þetta eins og ljós í svartnættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi