fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Ólafur girðir fyrir framboð Davíðs

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson var orðinn mjög heitur að fara í forsetaframboð. Honum mun ekki hafa vaxið það í augum að takast á við Andra Snæ Magnason. Davíð er náttúrlega vanur að fara í kosningabaráttu – og hafa sigur. Hann hefði sett upp sparisvipinn í kosningabaráttu, þótt hann hafi sýnt aðrar hliðar í ritstjórnarskrifum í Morgunblaðinu.

Það kann að vera rangt mat, en stuðningsmenn hans töldu stöðu hans sterka.

Þá stígur fram Ólafur Ragnar Grímsson, býður sig enn einu sinni fram til forseta, og gegn honum getur Davíð Oddsson ekki farið. Þótt pólitískar aðstæður hafi leitt þá saman tímabundið, Davíð og Ólaf, þá er enn grunnt á því góða milli þeirra, þótt kannski sé það ekki sama hatrið og áður fyrr.

En í leiðara Morgunblaðsins í dag getur Davíð ekki dulið gremju sína. Hann tekur hinn daglega snúning á Ríkisútvarpinu og snýr sér svo að Ólafi.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, gamall nemandi Ólafs Ragnars skrifar um þessar vendingar á Facebook og nefnir pólitísk örlög Jónasar frá Hriflu til samanburðar:

Var eiginlega hættur að trúa eigin hálfkærings-spádómi í tveimur liðum: 1) Hann verður ellidauður í embætti. 2) Hann verður allra karla elstur. – En svo lengi lærir sem lifir. Performansinn minnti mig á kennslustundir haustið 1973, nema þá var hann með vasa-úr og deildi við nemanda sinn í frímínútum um hvort Fram léki göngu-handbolta. Kom mér ungum á óvart að hann léti sem hann vissi eitthvað um handbolta … Nú lengi kemur ekkert á óvart. – Hann hefur gjörbreytt forseta-embættinu, en enn hefur varla reynt á ríkisstjórnarmyndun … Freisting sem ekki varð staðist!

Lærði ungur um glímur: Sigtryggur vann! (Og held að honum líki ekki illa að DO skrifar bara í Mogga einsog Hriflu-Jónas skrifaði bara í Ófeig og Mánudagsblaðið fyrir rest …).

Og var þá kyrrt um hríð …

 

0ab4b443ce-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Í gær

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus