fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Um hvað kjósum við?

Egill Helgason
Mánudaginn 11. apríl 2016 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálabarátta í ríkjum í kringum okkur snýst mikið um innflytjendur. Það hafa risið upp flokkar og náð miklu fylgi sem gera út á andúð á innflytjendum. Svo blandast þetta í einn voðalegan graut, þar sem hryðjuverkum og innflytjendum og flóttamönnum er hrært saman og gert út á lægstu hvatir kjósenda.

Við höfum séð þetta í ýmsum ríkjum Evrópu, meira að segja á Norðurlöndunum þar sem ríkir velferð og þar sem við teljum að stjórnmálamenningin sé til fyrirmyndar.

Merkilegt nokk eru þetta mál sem eru hvað fyrirferðarmest í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Samt hafa verið færð rök fyrir því að Norður-Ameríka hafi sjaldan búið við meira öryggi gagnvart utanaðkomandi ógn. Miklu meiri hætta stafar af alls kyns innanlandsmeinum. En stjórnmálamönnum gengur vel að gera út á ótta og tilfinningu öryggisleysis.

Menn hafa gert því skóna að þetta hlyti að gerast í næstu kosningum á Íslandi, að upp risi stjórnmálaafl sem myndi gera út á innflytjendamálin eins og til dæmis Danski þjóðarflokkurinn eða Svíþjóðardemókratarnir. Við fengjum jafnvel kosningar sem myndu snúast um þetta, það væri eftir öðru í evrópskum stjórnmálum.

Nú verður hugsanlega kosið eftir innan við hálft ár, því verður varla trúað að stjórnarflokkarnir gangi bak orða sinna um það. Hver verða kosningamálin? Varla innflytjendur. En flokkarnir þurfa að fara að ydda slagorð sín og stefnumál.

Eftir atburði undanfarinna vikna hlýtur að teljast líklegt að kosningarnar snúist um siðferði í stjórnmálum og efnahagslífi. Það er jú þetta sem við höfum verið að fjalla um síðan Sigmundur Davíð rataði í Tortólavandræðin.

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, slær nokkuð annan tón í viðtali á Morgunvaktinni í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann talar um hinn mikla efnamun sem er orðinn í samfélaginu og rekur meðal annars til kvótakerfis, einkavæðingar og fjármagnsfrelsis. Hann segir að hér sé pólitísk yfirstétt sem telji sig betur fallna en þjóðina til að taka ákvarðanir og svo sterk hagsmunaöfl að enginn geti ráðið við þau nema sameinað afl þjóðarinnar sjálfrar, fulltrúalýðræðið muni ekki duga til þess.

Ég er alveg sannfærður um það að stjórnskipan Íslands verður breytt á þann veg að þjóðin sjálf tekur allar meginákvarðanir, sem Alþingi síðan útfærir í lög og framkvæmdavaldið sér um framkvæmd á.

Samkvæmt ritstjóranum gamla er ekki nóg að bæta siðferðið, það þarf líka að auka jöfnuð, takast á við hagsmunaöflin og stöðva auðsöfnun hinna fáu.

Viðar Þorsteinsson, sem nýskeð skrifaði skarpa greiningu á vandræðum vinstri flokkanna í ríkisstjórninni eftir hrun, segir á Facebook:

Á meðan formaður Vinstri-Grænna setur Panamaskjölin einatt í samhengi við siðbótartraustsrof þá kemur hér Styrmir Gunnarsson og setur í samhengi við misskiptingu auðs.

Þetta eru tímarnir sem við lifum á, vinir mínir. Það er ekkert vinstraafl í íslenskum stjórnmálum sem talar um efnahagslegt óréttlæti. Íhaldi og lýðskrumurum er það látið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið