fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Ari fer á kostum í áramótaskopi

Egill Helgason
Laugardaginn 31. desember 2016 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið deilt um jólasýningar leikhúsanna, sumt af því virðist nokkuð vanstillt, en ég er sannfærður um að bestu sýninguna á þessum jólum sá ég í Háskólabíói í gærkvöldi. Þar fór Ari Eldjárn á kostum í tveggja stunda löngum tour de force þar sem hann stóð einn á sviðinu og fór um víðan völl í áramótaskopi sínu.

Ari hefur náð betri tökum en nokkur Íslendingur á uppistandsgríni, tungumálið er ákveðin hindrun en ég er eiginlega viss um að hann er á heimsmælikvarða á því sviði. Hann náði að ríghalda þessum stóra sal allan tímann þar sem hann fór yfir viðburði ársins með viðkomu í Sigmundi Davíð, Baltasar Kormáki, ferðaþjónustunni, afmæli Rúv, tinder, Bubba Morthens, fótboltalandsliðinu og ýmsu fleiru.

Ari fyllti Háskólabíó fjórum sinnum, tvö kvöld í röð, steig hvergi feilspor, og hann hefði ábyggilega getað haft sýningarnar mun fleiri. Lokaatriðið þar sem hann messaði yfir ferðaþjónustunni í líki Bubba Morthens var brjálæðislega fyndið og það var alvöru hápunktur þegar birtist óvænt að baki honum heil rokkhljómsveit, en salurinn söng hástöfum þekkt lag Bubba með textanum „þið munið öll leigja“.

Mér heyrðist líka á honum í enda sýningarinnar að hann ætli að endurtaka leikinn næstu jól, þetta er of gott til að gera annað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar