fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Árás á hina frjálsu borg Berlín

Egill Helgason
Mánudaginn 19. desember 2016 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berlín sem borg er tákn frelsis, frjálslyndis og umburðarlyndis. En þetta er líka borg þar sem er að finna í hnotskurn hræðilega sögu tuttugustu aldarinnar. Vitundin um frelsið verður einmitt skarpari vegna þess að hið sögulega baksvið er kúgun og hatur.

Þarna grasseraði hernaðarstefnan sem fæddi af sér fyrri heimsstyrjöldina. Svo tók við listræn tilraunamennska og óhóf þriðja áratugarins. Borgin fór illa út úr kreppunni, liðsmenn öfgahreyfinga börðust á götunum. Borgin var undir járnhæl nasista í 12 ár, þar voru teknar ákvarðanir úm útrýmingu gyðinga. Í stríðslok var Berlín sprengd í tætlur, kommúnisminn tók völdin í austurhluta borgarinnar en gat ekki staðist nema með því að reisa múr mannhaturs til að loka fólkið inni.

Vesturveldin hefðu getað gefið Berlín upp á bátinn – afhent hana Stalín og eftirmönnum hans. En það var talið mikilvægt að halda úti þessari eyju frelsisins mitt í ríki alræðisins. Efnahagslega stóðst það ekki, en Berlín varð ekki metin til fjár og menningin sem þar varð til var einstök. Spannaði allt frá Berlínarfílharmóníunnni til Davids Bowie. Berlín hefur lengi virkað eins og segull á ungt listafólk – vegna þess hvað hún er opin í andanum og frjáls.

Þegar Berlínarmúrinn féll héldu margir að myndu upphefjast nýir tímar í alþjóðastjórnmálum – ný heimsskipan þar sem lýðræði og fjálslyndi færi með sigur af hólmi. Ekkert myndi geta stöðvað framrásina. En hlutirnir hafa verið að þróast á annan veg. Hver hefði trúað því við fall Berlínarmúrsins að aldarfjórðungi síðar yrðu framin í borginni fólskuverk sem ættu upptök sín í trúarofstæki?

Eftir smáhlé horfum við aftur upp á hryðjuverk í miðri Evrópu. Þetta er sérlega níðingslegt – á valdi hvaða skelfilegu firru eru menn sem myrða saklausa borgara á jólamarkaði?

Sama dag er rússneskur sendiherra drepinn af hryðjuverkamanni í tyrknesku höfuðborginni Ankara. Rússar hafa skapað sér mikla óvild í Tyrklandi vegna framgöngunnar í Sýrlandi, en það er aldrei gamanmál að drepa erindreka erlends ríkis. Manni verður hugsað til sögulegra fordæma í þessa veru sem voru notuð til að réttlæta ofbeldisverk – og þess að bæði Tyrklandi og Rússlandi eru við völd einræðissinnaðir og duttlungafullir karlar sem nota hvert tækifæri til að herða tökin og eru sífellt í leit að átyllum til þess.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin