fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Marx hafði rétt fyrir sér

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. desember 2016 23:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eina efnahagslíkanið sem getur útskýrt það sem er að gerast í dag er marxismi.

Þetta hefur Jyllandsposten eftir Steen Jakobsen, aðalhagfræðingi Saxo fjárfestingarbankans í Danmörku. Blaðið segir að hann hafi fremur verið talinn frjálshyggjumaður. En Jakobsen segir:

Hagfræðin sem byggir á því að stafla upp kampavínsglösum, hella í það efsta og reikna með að vökvinn drjúpi í glösin sem eru fyrir neðan (trickle-down economics), virkar einfaldlega ekki. Ef maður skoðar hvaða bók lýsir heiminum best eins og hann er í dag, þá kemst Auðmagnið eftir Marx næst því. Samkvæmt greiningu marxismans er vinnandi fólk smátt og smátt svipt kaupmætti sínum með því að borga þeim of lág laun. Þetta er í grundvallaratriðum það sem er að gerast.

Vinnuaflið – verkalýðsstéttin og millistéttin, svo við notum þessar skilgreiningar – þarf að hafa næga innkomu til að geta keypt vörurnar sem það framleiðir. En svoleiðis er þetta ekki lengur. Þetta er í rauninni marxískt vandamál. Verkalýðsstéttin og millistéttin fá svo litlar launhækkanir að við erum í raun að svelta neytendurnar sem eiga að bera uppi hagkerfið.

Alls staðar á Vesturlöndum hafa laun verið frosin föst árum saman. Bandaríkin eru stærsta vélin í hagkerfi heimsins, en þar hækkaði tímakaup fyrir venjulega launavinnu einungis um 8 prósent frá 1964 til 2014, ef reiknað er með verðbólgu.

Þar er hlutfall launa í hagkerfinu nú lægra en nokkru sinni síðan í seinni heimsstyrjöld. Aftur á móti hefur hagnaður fyrirtækja aldrei verið meiri, samkvæmt tölum frá bandaríska seðlabankanum. Skammsýnir forstjórar og fjárfestar eru einfaldlega að svelta sína eigin viðskiptavina í sókn sinni eftir skyndigróða.

Jyllandsposten spyr Steen Jakobsen hvort fyrirtækin borgi of lág laun?

Já, og það er þeim ekki í hag þegar litið er til lengri tíma. Það eru mikil mistök að festa ekki meira fé í starfsfólkinu.

Viðtalið við Jakobsen er lengra. Hann talar meðal annars um stöðnun í hagkerfinu, alltof mikla skuldsetningu í heiminum, hnattvæðingu og fríverslun sem hann segir að verði að fá manneskjulegri ásýnd. Hann segir að nauðsynlegt sé að loka bönkum sem ekki séu að virka – en það óttist stjórnmálmenn. Lítil og meðalstór fyrirtæki þurfi betri aðgang að fjármagni.

Hann segir líka að hann vilji ekki vopnaða byltingu eins og Marx boðaði, en það sé samt nauðsyn á byltingu.

Mörg fyrirtæki gera þau mistök að einblína á hreyfingar á hlutabréfamarkaði í stað þess að hugsa í langtímalausnum. Fyrirtækin þurfa að fjárfesta í fólki og nýsköpun, til dæmis með því að styrkja háskóla til að ráða fleiri prófessora. Þetta hefur áhrif á framleiðnina og tekjurnar þegar litið er til lengri tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“