fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Íslensk hagfræði

Egill Helgason
Laugardaginn 10. desember 2016 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson er hagfróður maður sem stundum skrifar greinar hér á Eyjuna. Hann ritar athugasemd við frétt á vefsíðunni Kjarnanum þar sem haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að ekki sé tími til að hækka ríkisútgjöld.

Viðbrögð Friðriks er þessi skilgreining á íslenskri hagfræði:

Íslensk hagfræði:
– Það er ljóst að í kreppu verður að draga saman ríkisútgjöld og í góðæri má ekki auka þau á ný.
– Þegar verðbólga eykst verður að hækka stýrivexti Seðlabankans, en það má hins vegar ekki lækka þá aftur þegar dregur úr verðbólgunni.
– Mæla skal verðbólgu þannig að hún komi lánveitendum sem best og lántökum sem verst.
– Stjórnlaust ris og fall íslensku krónunnar á víxl – þó oftar fall – er forsenda efnahagslegs stöðugleika.
– Fjárfestingar í innviðum, menntun og heilbrigði lands og þjóðar er eitthvað sem við tölum bara um, en gerum lítið í, því það er aldrei rétti tíminn til slíks – þið vitið, vegna mikilvægis samdráttar ríkisútgjalda, baráttu við verðbólgu (hvort sem hún er til staðar eður ei), viðhalds hárra vaxta, sveiflna í gengi og hins alræmda stöðugleika…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“