fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Breyttir tímar í skákinni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. desember 2016 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvert eftirminnilegasta sjónvarpsefni fyrri tíma voru skákskýringar í sjónvarpssal. Þær fóru þannig fram að skákskýrandinn stóð fyrir framan lóðrétt skákborð, sem varð að vera nokkuð stórt til að vera sýnilegt, og færði til menn annað hvort með höndunum eða þartilgerðri stöng.

Þetta gekk ekki alltaf hratt fyrir sig, langt í frá, og það var auðvitað eitt af því besta við svona sjónvarpsefni. Þetta var sannkallað slow tv. Svo gat verið gaman ef skákskýrandinn færði mennina svo mikið til í leit sinni að möguleikum að hann átti erfitt með að finna sjálfa stöðuna í skákinni, þá sem lagt var út af.

Eða jafnvel, eins og gerðist stundum, að skýrandinn fór eitthvað óvarlega, varð kannski mjög spenntur, og taflmennirnir beinlínis hrundu á gólfið og þurfti að raða þeim upp á nýtt í miðri útsendingunni.

 

untitled-1

 

Nú eru aðrir tímar. Þetta er allt skýrt og greint með aðstoð tölvu. Og tölvan sér betur en bestu stórmeistarar. Ýmsir voru að fylgjast með úrslitaskákinni í heimsmeistaraeinvigi Magnus Carlsen og Sergej Karjakin í gær. Carlsen vann, það voru ágæt úrslit, hann er sókndjarfur og lagði hinn varnarsinnaða Karjakin með drottningarfórn.

En tímarnir eru breyttir. Guðmundur Rúnar Svansson, sem ég  vitna stundum í hér á vefnum, orðar það svo:

Ég hugsa það hafi verið skemmtilegra að fylgjast með live skákeinvígjum fyrir daga ofurskáktölvanna. Það tekur svolítið sjarmann af þessu þegar hvaða skýrandi sem er getur með hjálp þeirra spottað hvern sigurleikinn á fætur öðrum áður en heimsmeistaraefnið gerir eitthvað allt annað.

 

15192526_10211238608101694_96482338331080040_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“