fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

„Gæti stefnt í annað hrun“

Egill Helgason
Föstudaginn 9. desember 2016 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erum við komin þangað? Þetta er forsíða Morgunblaðsins í dag. Fyrir íslenska neytendur er styrking krónunnar náttúrlega visst gleðiefni. Kaupmátturinn vex eftir langt skeið þar sem hann var slakur. Það er annað mál með útgerðina og ferðaþjónustuna sem hafa lifað afskaplega góða daga undanfarið.

Verður verkefni næstu ríkisstjórnar að reyna að kalla fram gengisfellingu?

Og þetta kallar líka fram umræðu um íslensku krónuna og hversu erfitt er að stýra henni – það er náttúrlega illt í efni ef hún setur allt á hliðina með reglulegu millibili. Ísland er nú sagt vera dýrasta land í heimi – vegna styrkingar krónunnar. Einn stjórnmálamaður talaði í vikunni um rússíbanareið í þessu sambandi.

 

screen-shot-2016-12-09-at-08-34-03

 

Hagfróður lesandi síðunnar skrifaði mér bréf fyrir nokkru og sagði að gengið yrði stóra málið á næstunni.

Styrking krónunnar verður aðal umræðuefnið á næstunni. Hún dregur úr ofsagróða í útvegi og útflutningi þjónustu (aðallega í ferðaþjónustu). Á þessu efni eru margar fróðlegar hliðar. En styrking krónu er vitaskuld fagnaðarefni fyrir launþega og heimili sem á síðustu tíu árum vorum í fjötrum krónu. Fyrirtækin í landinu vilja mörg telja fram og halda bókhald í evrum með samþykki stjórnmálamanna sem vilja sumir líka geyma pening í öðrum gjaldmiðli en krónum.

 Málið er að styrking krónu endurspeglar líka hversu mikil verðmæti eru fólgin í fiskinum í hafinum og sérstaklega íslenskri náttúru (sem er enn tiltölulega óspillt en því vilja margir stjórnmálamenn breyta til hins verra). Útlendingar eru til í að borga fúlgur fyrir aðgang að þessum fjársjóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“