fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Ingibjörg Haraldsdóttir 1942-2016

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ingibjo%cc%88rg-haraldsdottir-ho%cc%88fud-konunnarEftir Ingibjörgu Haraldsdóttir, sem nú er látin, 74 ára að aldri, liggur stórbrotið ævistarf. Hún menntaði sig í kvikmyndagerð í Moskvu, starfaði á Kúbu, en aðalvettvangur hennar var bókmenntirnar. Ingibjörg var eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. Hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002 fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð.

Hin hliðin á ritstörfum Ingibjargar voru þýðingar. Framlag hennar þar er ómetanlegt. Þegar ég var strákur las maður Dostojevskí á ensku eða dönsku. Þýðingar Ingibjargar komu seinna, hún náði að íslenska allar stóru skáldsögur Dostojevskís: Glæp og Refsingu, Karamazov-bræðurna, Fávitann og Djöflanna. Að auki styttri verk eins og Minnisblöð úr undirdjúpunum og Tvífarann.

Mín kynslóð las Meistarann og Margarítu eftir Búlgakov upp til agna í þýðingu Ingibjargar. Þetta var bók sem gekk manna á meðal – hún var lánuð og lánuð áfram, skilaði sér kannski ekki, en þá komu bara önnur eintök af henni. Þýðingin kom út 1981 – ég held að allir sem ég þekkti á þeim tíma hafi lesið hana og hrifist af sögunni af því þegar skrattinn sjálfur kemur til Moskvu og gerir allt vitlaust.

Hafðu heila þökk fyrir Ingibjörg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg