fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Á kjördegi í Bandaríkjunum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég segi eins og er að fáar fréttir í seinni tíð hafa lagst verr í mig en sókn Donalds Trump eftir forsetaembætti í Bandaríkjunum og árangurinn sem hann hefur náð.

Það er talið líklegra að hann tapi kosningunum – en maður bíður samt milli vonar og ótta.

Skelfilegt er til þess að hugsa að lýðskrumari af þessu tagi gæti náð völdum í voldugasta stórveldi jarðarinnar – ríki sem býr yfir kjarnorkuvopnum, gríðarlegum hernaðarmætti, en er um leið nokkurs konar hornsteinn í þeirri stjórnskipun sem hefur byggst upp á Vesturlöndum síðan í lok heimsstyrjaldarinnar síðari.

Við höfum kínverska herskálakapítalismann, duttlungafulla einræðistilburði Pútíns í Rússlandi – með Bandaríkin undir stjórn Trumps yrði ástandið í heiminum skelfing ótryggt. Hvernig gæti Evrópa með sitt lýðræði brugðist við?

Ég hef heyrt marga segja að þeir vilji helst ekki hugsa um þetta – þessi atburðarás er svo raunaleg. Margir Bandaríkjamenn skammast sín ofan í tær. Eftir kosningarnar veitir ekki af rækilegri sjálfsskoðun innan stjórnmálanna og fjölmiðlanna þar í landi – kannski nær Trump ekki völdum en hvað með næsta lýðskrumara sem birtist?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið