fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Hvað á VG að gera?

Egill Helgason
Mánudaginn 7. nóvember 2016 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá á kvölina sem á völina. Þetta orðatiltæki á sannarlega við um Vinstri græn þessa dagana. Það virðist ljóst að Sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að mynda stjórn með VG. Reyndar eru ekki margir aðrir stjórnarmyndunarkostir í stöðunni – ekki fyrst bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vill ekki vinna með Framsóknarflokknum.

Mörgum í VG þykir þetta afar óþægileg tilhugsun. Þeir telja Sjálfstæðisflokkinn vera höfuðandstæðing og álíta að í því felist tortíming að vinna með honum. Hins vegar segir Steingrímur J. Sigfússon í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Ef þetta fer svo að flækjast mikið munum við í VG sjálfsagt ekki skorast undan ábyrgð þó að áherslur okkar og Sjálfstæðisflokksins séu fjarlægar hvor annarri.

VG getur sett fram ýmsar kröfur fari flokkurinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, hann getur krafist þess að fá heilbrigðismál og velferðarmál í sinn hlut, umhverfismál og jafnvel menntamálin. Semsagt málefni sem Vinstri grænum eru hugfólgin. Flokkurinn getur sett heimil á einkavæðingu. Forysta flokksins getur svo réttlætt stjórnarsamstarfið með því að þar sé hún að aftra að taki völd mjög eindregin hægri stjórn.

En þetta gerist varla í fyrstu umferð. Bjarni Benediktsson er enn með stjórnarmyndunarumboðið en líklegt er að hann skili því fljótlega. Þá fær Katrín Jakobsdóttir að spreyta sig, en möguleikar hennar eru takmarkaðir. Viðreisn er ekki snokin fyrir fjölflokka vinstri stjórn – og þótt tilboð Pírata um að veita stjórn VG, Bjartar framtíðar og Viðreisnar hlutleysi sé áhugavert telja margir innan flokkanna að það sé mikil óvissuför.

 

fc765c70cd-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda