fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Frasinn um að skattar séu ofbeldi

Egill Helgason
Föstudaginn 4. nóvember 2016 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klisjan „skattar eru ofbeldi“ dúkkar upp á tveimur stöðum í dag. Annars vegar hjá nýjum þingmanni, Pawel Bartozsek, hins vegar hjá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS – gamla LÍÚ. Það er merkilegt að sjá þennan mjög svo Ayn Rand-lega frasa koma upp úr kafinu svo stuttu eftir kosningar – og kannski ekki síður að heyra talsmann stórra hagsmunasamtaka halda þessu fram.

Það eru svosem ekki ný tíðindi að í réttarríki hefur ríkisvaldið rétt á að  á að beita valdi, og það er einkaréttur – en það er fulllangt gengið að kalla það ofbeldi. Ríkið getur lokað fólk inni í fangelsi ef tilefni þykir til, það getur sektað þá sem aka bifreiðum of hratt – og já, það getur innheimt skatta.

Það getur líka skyldað foreldra til að sjá til þess að börn þeirra gangi í skóla, svo nokkuð sé nefnt. Á móti þarf það að sjá fyrir menntun, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, samgöngum, svo nokkuð sé nefnt.

Með sömu rökum má segja að þarna sé ofbeldi á ferðinni. Því hvarvetna er ríkið að baki með hótun um að grípa inn í ef ekki er farið eftir settum reglum og lögum.

Síðan setjum við alls konar takmörk á það hvernig þessi „valdbeiting“ fer fram. Í vestrænum lýðræðissamfélögum eru mannréttindi hátt skrifuð svo verulega hefur verið þrengt að valdinu. Við heimilum til dæmis ekki dauðadóma. Við reynum að gæta þess að refsingar og viðurlög séu hæfileg. Og líka að skattprósentur séu ekki alltof háar.

Valkosturinn er nefnilega ofbeldi. Það er þar sem hið raunverulega ofbeldi kemur til skjalanna. Mannfélög þar sem hnefarétturinn ræður og hinir frekustu og sterkustu hrifsa til sín það sem þeir vilja og undiroka hina. Það er það sem kallast dystopia.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið