fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Fjórflokksstjórnin – nei, varla!

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumlegasta mynstrið varðandi stjórnarmyndanir er það sem kom fram hjá Birgi Guðmundssyni, stjórnmálafræðingi á Akureyri. Þetta hljómar þannig að allir gömlu fjórflokkarnir verði saman í stjórn, íhald, framsóknarmenn, kommar og kratar.

Semsagt allt pólitíska litrófið eins og það hefur verið lengst af frá því fyrir stríð.

Stjórnarandstaðan væru þá nýju flokkarnir, Píratar, Viðreisn og Björt framtíð. Gamla gegn nýja.

Sannarlega athyglisverð staða – og sýnir hversu stjórnarmyndunartaflið er orðið snúið.

Raunar er ólíklegt að saman gangi milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Til þess er gjáin milli flokkanna of stór og tortryggnin mikil. Maður sér Sjálfstæðismenn á netinu fárast yfir því að fara í ríkisstjórn með Steingrími J. og keppast við að pósta gömlum og að því þeim finnst væntanlega asnalegum myndum af honum.

 

15171140_10207546254831366_2069762259058395194_n

 

Á móti minna vinstri menn linnulaust á það að ekki megi fara í stjórn með Panamafólki.

Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa Framsókn með, en Vinstri græn vilja Samfylkinguna – og þar stendur meðal annars hnífurinn í kúnni –  en að allir þessir flokkar séu að fara saman í eina sæng, nei, fjandakornið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei