fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Stefnir í góð bókajól

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. nóvember 2016 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður er hálf uggandi út af horfum í veröldinni, það er erfitt að horfa á fréttir þessa dagana – en þá getur maður líka leitað skjóls í hlutum sem veita manni frið og næringu. Bækur hafa alltaf virkað þannig á mig að ég hef ekki bara ánægju af því að lesa þær, er frekar fljótur að lesa, þær fylla mig líka öryggistilfinningu.

Ég nýt þeirra forréttinda að fá einna fyrstur að lesa nýútkomnar bækur. Þar er margt sérlega áhugavert og gott. Ljóðabækur eftir Sigurð Pálsson, Gyrði Elíasson og Þorstein frá Hamri. Ný skáldsaga eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Kröftugar og á köflum alveg djöfullegar smásögur eftir Steinar Braga. Smásagnasafn eftir Þórarin Eldjárn. Og líka örsögur eftir Gyrði.

Það er á leiðinni skáldsaga eftir Einar Kárason, ég er nýbúinn að lesa bókina þar sem Vigdís Gríms rekur ævi Siggu Halldórs, hugsa mér gott til glóðarinnar með ævisög Jóns lærða eftir Viðar Hreinsson. Svo er knöpp skáldsaga eftir Úlfar Þormóðsson sem er á náttborðinu, bókin hennar Gerðar Kristnýjar er líka knöpp í stílnum en andrúmsloftið magnað.

Það kemur líka skáldsaga eftir Sölva Björn Sigurðsson, ljóðabók eftir Sigurlín Bjarney, Sjón klárar þríleik sem hann nefnir Codex 1962 og svo eru bækur eftir nýgræðinga sem við fjölluðum um í Kiljunni í gær, Kött Grá Pje, Arngunni Árnadóttur, Sigríði Hagalín Björnsdóttur.

Ég nefni líka þýðingar á Ismail Kadare, Roberto Bolano, Jon Fosse og sjálfum Rimbaud. Gleymi mörgu, en mér sýnist þetta verða góð bókajól.

 

14947867_1011177908992797_1315799370519580088_n

Perurnar í íbúðinni heitir bók með örsögum eftir Kött Grá Pje sem heitir í alvörunni Atli Steinþórsson og er þekktastur fyrir að flytja rapp. Þetta er nöglin á Atla sem sést á myndinni.  Hann var í Kiljunni í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið