fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Þegar eggin voru skömmtuð

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. nóvember 2016 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eru komnir til vits og ára muna eftir eggjaskorti sem gerði oft vart við sig, ekki síst fyrir jólin, þegar bakaðar voru sautján sortir á öllum heimilum.

Í desember voru egg mikil verðmæti. Ég man eftir karli sem gekk í hús og bauð til sölu „nýorpin egg“. Það gat verið dýrmætt að þekkja fólk sem var í góðum „eggjasamböndum“, gat reddað eggjum eftir öðruvísi en út úr búð, jafnvel beint úr sveitinni.

Heimilin hömstruðu egg fyrir jólin – en ég man ekki nógu langt aftur til að geta rifjað upp skömmtun á eggjum sem var við lýði. Vinur minn, sem er rúmum áratug eldri en ég, sagði mér að dreift hefði verið skömmtunarseðlum, þeir hefðu verið afhentir á Hótel Heklu sem stóð við Lækjartorg (húsið var rifið um 1961) en síðar gátu handhafar seðlanna farið í verslanir og fengið egg.

Ég velti þessu svona fyrir mér þegar einn stærsti eggjaframleiðandi landsins virðist vera úr leik. Varla fer neinn að kaupa brúnegginn fyrir þessi jól. Gæti þá komið upp eggjaskortur? Það er örugglega minna bakað á heimilunum en áður fyrr, en þeim mun meira fer af eggjum ofan í túrista sem vilja fá egg í ýmsum útgáfum í morgunmat.

Annars þarf maður kannski að fara að koma sér upp sínum eigin varphænum til að vera öruggur um að fá almennileg egg. Það er skúr hérna lóðinni hjá mér, úr timbri, sem gæti dugað sem ágætis hænsnakofi. Ef ég svo reyndi að ná þéttleika varphænsna eins og var hjá Brúneggjum gæti þetta fljótlega orðið stórbisness hjá mér.

En svo gæti maður auðvitað líka farið út í banka og reynt að kría út lán til að stofna eggjabú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei