fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Ógeðslegur sóðaskapur og dýraníð

Egill Helgason
Mánudaginn 28. nóvember 2016 21:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út um allt er fólk sem í kvöld dauðsér eftir því að hafa keypt brúnegg, sumir árum saman – á heimilinu hérna er drengur sem spældi sér tvö brúnegg í morgunmat.

Hann tók restina af eggjabakkanum áðan og henti honum. Ekki er ólíklegt að einhverjum hafi dottið í hug að henda eggjum í höfuðstöðvar Brúneggja.

Það mun varla nokkur maður láta sér koma í hug að kaupa þessi egg eftir umfjöllun Kastljóss í kvöld. Líklega láta verslanir þess vöru hverfa strax í nótt. En hví var ekki látið vita af þessu fyrr? Óhroðinn hefur staðið yfir lengi.

Allt þetta mál vekur líka spurningar um hvort nokkuð sé að marka orðið „vistvænt“ þegar framleiðsla af þessu tagi er annars vegar?

Eins og má sjá eru umbúðirnar grænar – liturinn gefur til kynna að varan sé holl og góð – og svo stendur skrifað stórum stöfum að eggin séu vistvæn. Það er óforskömmuð blekking, samkvæmt Kastljósi, það sem þarna fer fram er sóðaskapur út í gegn og ógeðslegt dýraníð.

 

fr_20161128_051210

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei