fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Brynjar vitnar í Trotskíj

Egill Helgason
Föstudaginn 25. nóvember 2016 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson segir að Píratar muni lenda á ruslahaugum sögunnar.

Brynjar gerir sér kannski ekki grein fyrir því sjálfur, en þarna er hann að vitna í sjálfan Lev Trotskíj, einn frægasta byltingarmann og kommúnista sögunnar.

Ruslahaugar eða öskuhaugar sögunnar var einn uppáhaldsfrasi hins ofurmælska Trotskíjs.

Hann þrumaði þetta til dæmis yfir andstæðingum sínum í hreyfingu mensévíka á þingi á allsherjarþingi sovétanna í Petrograd á tíma októberbyltinarinnar. Trotskíj var þá kominn í flokk bolsévíka, sem vildu breyta samfélaginu hratt og með ofbeldi, en mensévíkar voru meira í ætt við sósíaldemókrata.

Þeim var líka útrýmt nokkuð fljótt og örugglega eða hröktust í útlegð undan bolsévíkaföntunum. Hótanir þeirra voru yfirleitt ekki innantóm orð.

Þið eruð aumkunarverðir og fullkomlega einangraðir! Þið eruð gjaldþrota! Hlutverki ykkar er lokið! Hypjið ykkur þangað sem þið eigið heima – á öskuhaug sögunnar!

 

trotsky_red_army

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“