fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Hvað eftir transferið?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kæru gædar og dræverar !

Nú þegar  þið eruð að jafna ykkur eftir  sumarsísonið, er ekki úr vegi að rifja upp málfarið  sem viðgengst í ferðaþjónustunni.

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum? „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Iceeitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax?“ spurði hann, „og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“ Daman á deskinum  var búin að láta suma hafa kynningarkittið, en við létum svo hina hafa það í bússinum.

„Ég set bara  dótið í  treilerinn,“  sagði hann þegar fólkið kom og svo  hélt hann áfram:  „Við skulum sjá, þetta eru allavega 5 droppoffstaðir, en svo eigum við að taka fjögur pikkupp á leiðinni.“

Ókey“ sagði  hann, „en hvað eftir transferið?“ „Þá eigum við fara með nokkra í löns og svo afganginn í dinner um kvöldið. Á morgun eru sumir bókaðir í bröns, en þeir koma sér sjálfir. Við skiluðum svo nokkrum af okkur í löbbíinu á Hilton, en afgangurinn var í bedandbrekkfast í Skipholti. „Hann var nú ekkert  liðlegur í resepsjóninni,“  sagði bílstjórinn, líklega orðinn leiður á hávaðanum á happyhour liðinu, enda ekki að furða.

Aftur fórum við í bússinn og dræverinn spurði hvort hann mætti fá sér brekkfast með okkur í fyrramálið, áður en við færum í sætsíing í Reykjavík. Þetta var prítúr sem við vorum að fara í  og sumir í grúppunnivoru að fara í pasttúr, en svo kom í ljós að  það voru nokkrir nósjós sem höfðu droppað út alveg lastminit. Líderinn þeirra sagðist ekki  vita neitt um þetta fólk, því það hafði ekkert komið fram um það á brífingunni   Þessi  hópur var svo í velkomdinner um kvöldið, en fyrsti hópurinn  aftur á móti í farvelldinner kvöldið eftir.

Þið kæru lesendur bætið svo við orðaforðann.

— — —

Þessi skemmtilegi pistill er eftir Kára Jónasson, fyrrverandi fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, en hann hefur einnig fengist við leiðsögumannastörf. Kári veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta hann. Þarna eru smá sýnishorn af enskuskotnu tungutaki sem viðgengst í ferðaþjónustunni.

63742f8668-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“