fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Nýjar kosningar yrðu óskastaða fyrir stjórnarflokkana

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. nóvember 2016 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það benti flest til þegar ég skrifaði pistil fyrr í dag að Katrínu Jakobsdóttur myndi mistakast að mynda fimm flokka stjórnina sem innihéldi VG, Pírata, Viðreisn, Samfylkingu og Bjarta framtíð. Það kom svo í ljós nú undir kvöld, ég segi reyndar eins og er, ég hef ekki haft nokkra trú á að þetta myndi takast.

Katrín er enn með stjórnarmyndunarumboðið. Hlýtur að halda áfram að reyna – það er líklegt að hún splæsi allavega einum fundi á þann möguleika að hafa Framsóknarflokkinn með. Ekki er sennilegt að það verði barn úr brók, þar yrði Björt framtíð líka að vera með en hún er heitbundin Viðreisn, í bili. Og ekki eru beint kærleikar milli Framsóknar og Pírata.

Benedikt Jóhannesson telur sig líklega eiga að fá stjórnarmyndunarumboðið en það er vandséð hvað hann eigi að gera með það. Stjórnarmynstrin sem hann gæti komið á hafa þegar verið rædd – með aðra en hann í forsvari. Benedikt þarf að vera ansi skapandi í hugsun til að koma saman stjórn

Þá er spurning hversu lengi bandalag Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hangir saman. Sú staða gæti komið upp að í spilunum væri ríkisstjórn þar sem annar hvor flokkanna væri með. Manni sýnist að helsta fyrirstaðan fyrir fimm flokka stjórninni hafi verið ágreiningurinn milli VG og Viðreisnar – BF er nær vinstri flokkunum.

Katrín gæti líka átt djarfan leik og farið að tala við Sjálfstæðisflokkinn um stjórn þar sem VG gæti fengið til dæmis heilbrigðis-, velferðar- og menntamálin. Margir Sjálfstæðismenn eru móttækilegir fyrir slíku, en þeir myndu samt vilja leiða slíka ríkisstjórn, gæfu það seint eftir.

Annars er líklegast að boltinn berist um síðir aftur til Bjarna Benediktssonar sem myndi þá fara sama hringinn og fyrr – í annarri umferð geta farið að gerast hlutir sem virtust óálitlegir í fyrri umferð. Bjarni hlýtur reyndar þegar að vera kominn á stúfana að kanna þá.

Takist það ekki verður farið að tala um minnihlutastjórn til bráðabirgða og væntanlega aðrar kosningar.

En eins og sagði í greininni fyrr í dag er líklegt að kosningar yrðu óskastaða fyrir sitjandi ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þeir gætu þá bent á óeiningu og óreiðu meðal stjórnarandstöðuliðsins – notað það til hins ítrasta í kosningabaráttu.

 

Islands samarbetsminister Katrín Jakobsdóttir på sessionen i Stockholm 2009.
Katrín Jakobsdóttir hlýtur að splæsa einum fundi á Framsókn en svo er spurning hvað hún gerir. Stjórnarmyndunarumboðið gæti borist til Benedikts Jóhannessonar og svo aftur til Bjarna Benediktssonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“