fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Katrín á ekki marga leiki í stöðunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. nóvember 2016 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkarnir fjórir sem mynduðu Lækjarbrekkuhópinn eru ekki með nema 27 þingmenn. Það dugir ekki til að mynda ríkisstjórn, eins og VG, Björt framtíð, Samfylkingin og Píratar myndu sjálfsagt gera ef þeir gætu.

Þá þarf að bæta við einum flokki. Katrín Jakobsdóttir mun leita til Viðreisnar. Viðreisn hefur 7 þingmenn og þá er kominn meirihluti á þingi upp á 34 sæti. Það myndi duga, en svo verður auðvitað að taka tillit til þess að Viðreisn getur tæplega talist vinstri flokkur – innan hans er fólk sem telst vera allmjög hægrisinnað.

Innan flokkanna ríkir tortryggni gagnvart Pírötum. Sumpart er það tortryggni gagnvart Birgittu Jónsdóttur sem þykir yfirlýsingaglöð í meira lagi, fljótfær og hefur náð að styggja marga í þinginu.

Katrín hefur samt ekki í önnur hús að venda nema þá hjá Framsókn sem er líkt og utan þjónustusvæðis hjá öllum nema Sjálfstæðisflokknum.

Og þá er enginn kostur eftir nema stjórnin sem suma Sjálfstæðismenn langar í, brúin milli hægri og vinstri, Sjálfstæðisflokkur plús VG plús kannski BF. En Bjarni Benediktsson myndi ávallt gera kröfu um forystu í slíkri ríkisstjórn.

Næstu dagar mun reyna mjög á hina ærnu hæfileika sem Katrín hefur í mannlegum samskiptum, en hún á ekki marga leiki í stöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið