fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Óttarr undir þýstingi

Egill Helgason
Laugardaginn 12. nóvember 2016 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða á netinu má sjá gagnrýni á Óttarr Proppé fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki – og allt upp í óbótaskammir. Það þarf líklega nokkuð sterk bein til að þola þetta, en á það má benda að í tveimur af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfirði og Kópavogi, er Björt framtíð í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Einn hængurinn er sá að vinstri stjórnin (stundum kölluð umbótastjórnin eða Lækjarbrekkustjórnin) fékk ekki meirihluta í kosningunum. Að því leytinu voru fundirnir á téðu veitingahúsi misheppnaðir, þeir fældu kjósendur frá fremur en löðuðu þá að. Til að Katrín Jakobsdóttir geti myndað stjórn þarf annað hvort Viðreisn eða Framsókn að vera með.

En það er löngu ljóst að Viðreisn kærir sig ekki um að fara í slíka ríkisstjórn – að nokkru leyti vegna tortryggni gagnvart Pírötum að viðbættu því að Viðreisn og VG eiga kannski ekki yfirmáta mikla samleið. Aftur á móti vilja flokkarnir, utan Sjálfstæðisflokkur, ekki starfa með Framsókn. Það virkar nánast eins og Maddaman sé holdsveik í augum þeirra, þrátt fyrir að hafa sýnt á sér félagshyggjuvangann í kosningunum. Þannig að þótt Katrín fengi umboðið er ekki líklegt að henni yrði neitt ágengt.

En þótt hafnar séu stjórnarmyndunarviðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki þar með sagt að ríkisstjórn sé orðin til. Viðreisn og BF hljóta að gera miklar kröfur. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera frekar sveigjanlegur, Bjarni Benediktsson þarf nauðsynlega á því að halda að mynda stjórn. En þetta getur hæglega sprungið. Og það er spurning hvort Óttarr Proppé standist þrýstinginn frá fólkinu sem telur að hann eigi að vera í sínu liði.

 

99fc88b87e-380x235_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið