fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Ef Ísland myndi lokast af…

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir verður meðal gesta hjá mér í Kiljunni annað kvöld. Hún er að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Eyland, blöndu af spennusögu, pólitískri hrollvekju og vísindaskáldskap – sem minnir svolítið á Margaret Atwood  – en fjallar líka um matvælaöryggi.

Það segi ég reyndar í gríni, en í því er þó sannleikskorn. Forsenda Sigríðar fyrir sögunni er mjög athyglisverð. Hún gerir sér í hugarlund að allar leiðir til Íslands lokist. Landið einangrist algjörlega. Hún lýsir þjóðinni eins og hún er nú, með Kringluna og Leifsstöð, en við þufum að bjargast með það sem við höfum og fáum ekkert umfram það.

Hvaða áhrif hefði þetta á samfélag? Að þurfa að miklu leyti að hverfa aftur til sjálfsþurftabúskapar? Rækta kartöflur og veiða fisk til að fæða þjóðina – án innflutts eldsneytis eða áburðar? Án alls varningsins sem við flytjum inn? Hverjir myndu taka völdin í slíku samfélagi? Hvernig myndi þeim veikustu reiða af? Hvernig samfélagsgerð yrði ofan á við slíkt afturhvarf gamalla lífshátta?

Í því sambandi rifjar Sigríður upp umræður sem voru fyrr á tímum um hversu marga munna Ísland gæti brauðfætt eitt og sér – hvað ef það er færra fólk en nú er uppi á Íslandi?

Þátturinn er á dagskrá Rúv á miðvikudagskvöld klukkan 21.25 – aðeins seinna en venjulega. 

 

14855994_585999411590226_488043389240478561_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið